Útilistaverk í Gleðivík

Sigurður Guðmundsson listamaður, sem oft er kenndur við SÚM-hópinn og hefur lengi búið í Hollandi og Kína, hefur áhuga á að reisa listaverk á þrjátíu og fjórum stöplum sem fyrrum löndunarbúnaður fyrir fiskimjölsverksmiðjuna í Gleðivík var festur á.

sigurdur20gudmundsson.jpg

Lesa meira

Gefur tvær milljónir til endurbóta

Snorri Gíslason frá Papey, nú vistmaður á dvalarheimilinu Helgafelli á Djúpavogi, hefur ákveðið að afhenda Djúpavogshreppi tvær milljónir króna. Á að verja féinu til endurbóta á húsnæði Helgafells, samkvæmt sérstökum samningi þar um. Þegar er hafin vinna að undirbúningi verksins. Í fundargerð hreppsnefndar frá 13. febrúar síðastliðnum þakkar sveitarstjórnin Snorra hina rausnarlegu gjöf.

Fljótsdalshérað sigraði Akureyringa í Útsvari

Lið Fljótsdalshéraðs hafði betur í Útsvari Sjónvarps í kvöld og er því komið í fjögurra liða úrslit. Þau Þorsteinn Bergsson, Stefán Bogi Sveinsson og Margrét Urður Snædal öttu kappi við lið Akureyringa og unnu með 86 gegn 83 stigum norðanmanna. Oft var mjótt á munum og sló úr og í með gengi Fljótsdalshéraðs í spurningakeppninni. Þau lönduðu þó sigri á lokasprettingum. Auk þess að vera komin í fjögurra liða úrslitin eru Héraðsbúarnir stigahæstir og einnig næst stigahæstir keppenda á vetrinum.

tsvar_1.jpg

Iceland Water fær iðnaðarlóð í Reyðarfirði

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt að úthluta fyrirtækin Iceland Water International iðnaðarlóð á Hjallaleiru í Reyðarfirði. Iceland Water International sérhæfir sig í framleiðslu gosdrykkja og hefur höfuðstöðvar sínar í Reykjavík.

3001_09_60---water_web.jpg

Ungliðar björgunarsveitanna á sameiginlegri æfingu í Berufirði

Á sjötta tug unglinga var saman kominn á Lindarbrekku í Berufirði um síðustu helgi og var erindið sameiginleg þjálfun. Voru þetta unglingar innan björgunarsveita á Austurlandi og komu frá Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Djúpavogi.

bjorgun_lindarb_feb09__6_.jpg

Lesa meira

Lýsa stuðningi við Hannes

Austurglugganum hefur borist svofelld yfirlýsing:

,,Við starfsfólk Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Hulduhlíðar á Eskifirði lýsum yfir eindregnum stuðningi  við Hannes Sigmarsson, yfirlækni Heilsugæslu Fjarðabyggðar og undrumst þá aðför sem að honum er gerð vegna hollustu hans við sjúklinga í Fjarðabyggð."

Lesa meira

Aukin aðsókn í Íþróttamiðstöð

Mikil aukning hefur verið á aðsókn í íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum frá síðasta ári. Heildaraukning á mætingu í þrek og sund á milli ára er um 20% en verðið hefur staðið í stað á milli ára.

sundmot.jpg

Lesa meira

Línur lagðar fyrir næsta ferðasumar

Haldinn verður fundur um ferða- og menningarmál á Reyðarfirði síðdegis á morgun, klukkan 17.

Fundurinn verður í kaffihúsinu Hjá Marlín.  Meðal þess sem ræða á er staða ferða- og menningarmála á Reyðarfirði, aðgerðir fyrir sumarið 2009, Hernámsdagurinn og tækifæri Reyðarfjarðar. Áhugasamir eru hvattir til að mæta í skemmtilegar umræður.

172x135.jpg

Leiðsögunámskeið í ríki Vatnajökuls

Leiðsögunámskeið í ríki Vatnajökuls hefst í dag og spannar fjórar næstu helgar. Svæðið sem verður tekið fyrir er Hornafjörður og Djúpivogur. Námskeiðið er á vegum Ríkis Vatnajökuls og Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu.

pe0042403.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.