BRJÁN-að stuð á Broadway

Rokkveisla Blús-, rokk- og jazzklúbbsins á Nesi (BRJÁN) var sett upp á Broadway - Hótel Íslandi fyrir skemmstu.

Lesa meira

Fá þrjú hundruð milljónir í skuldabréfaútboði

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur ákveðið að taka tilboði um skuldabréf að andvirði þrjú hundruð milljónum króna á 6,6% vöxtum. Er þetta gert til að mæta fjármögnun verkefna á vegum sveitarfélagsins næstu mánuði, en allt í allt mun þurfa um einn og hálfan milljarð króna til að ljúka áætluðum verkefnum á árinu. Þar á meðal er viðbygging við Grunnskólann á Egilsstöðum. Reiknað er með að þrjú hundruð milljónirnar fleyti verkefnum fram til vors en sveitarfélagið mun samhliða leita fleiri fjármögnunarleiða.

fljtsdalshra_lg.jpg

Vel tekið á móti nýjum íbúum í Fjarðabyggð

Nýir íbúar á góðum stað er heiti þróunarverkefnis um móttöku nýbúa í Fjarðabyggð og hefur það verið í gangi frá síðasta hausti. Vonir standa til að hægt verði að koma því á legg í öðrum sveitarfélögum Austurlands á árinu.

lykill.jpg

 

Lesa meira

Höttur á barmi falls

Kraftaverk þarf til að körfuknattleikslið Hattar falli ekki úr 1. deild í vor. Liðið tapaði báðum leikjunum í suðurferð sinni um seinustu helgi.

 

Lesa meira

Lomberinn á laugardag

Hinn árlegi lomberdagur verður haldinn á Skriðuklaustri næstkomandi laugardag, 28. febrúar. Spilað verður frá hádegi og fram á nótt og eru byrjendur boðnir sérstaklega velkomnir. Nánari upplýsingar á www.skriduklaustur.is.

card17p.jpg

Tafir í Oddsskarðsgöngum

Unnið verður að viðgerð á hurð í Oddsskarðsgöngum milli kl. 13:30 og 15 í dag og geta vegfarendur orðið fyrir töfum á því tímabili.

Sýnir portrett af félögum í Ungblind

Björn M. Sigurjónsson portrettlistamaður sýnir níu andlitsmyndir af félögum í Ungblind á efri hæð Sláturhússins á Egilsstöðum 7. mars næstkomandi. Ungblind er félagsskapur blindra og sjónskertra ungmenna.

Lesa meira

Strandmenning og vitar á Austurlandi

Málþingið Strandmenning og vitar á Austurlandi verður haldið í Egilsbúð á Norðfirði næstkomandi laugardag á milli kl. 12:15 og 16:00. Þar um Sigurbjörg Árnadóttir frá Vitafélagi Íslands fjalla almennt um vita og hvað nágrannaþjóðir okkar hafa gert og hvernig. Kristján Sveinsson hjá Siglingamálastofnun fjallar um vitasögu Austfjarða og Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur um strandminjar á Austfjörðum. Þá ræðir Hörður Sigurbjarnarson frá Norðursiglingu á Húsavík um afþreyingu á sjó. Eftir umræður er gestum málþingsins boðið í Safnahúsið á Norðfirði og í kaffi í nýja kaffihúsið Frú Lúlú.

Málþingið er ókeypis og öllum opið.

viti.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.