Menningar-, íþrótta- og ferðamálanefnd Fjarðabyggðar úthlutaði í gær styrkjum til menningarmála í sveitarfélaginu. Alls bárust 36 umsóknir uppá rúmlega 15 milljónir króna. Nefndin lýsti yfir ánægju sinni með gróskuna í menningarlífi í sveitarfélaginu sem fjöldi og gæði umsókna endurspegla. Ekki er unnt að styrkja alla en eftir yfirferð umsókna og flokkun þeirra samþykkti nefndin úthlutun á tveimur og hálfri milljón króna.
Á fundi atvinnumálanefndar Fljótsdalshéraðs í gær var ákveðið að ganga til samninga við Þórarinn Egil Sveinsson, í starf atvinnufulltrúa sveitarfélagsins. Alls barst 41 umsókn um starfið, en umsóknarfrestur rann út 6. febrúar síðastliðinn.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið atvinnufulltrúa eru að vinna að þróun sérstakra atvinnuverkefna, meðal annars á sviði ferðamála, að stýra kynningar- og markaðsmálum sveitarfélagsins, vinna að framkvæmd atvinnumálastefnu þess og vera tengiliður Fljótsdalshéraðs við atvinnulífið og stoðstofnanir þess.
Erna Friðriksdóttir frá Egilsstöðum er nú við æfingar og keppni í Winter Park í Colorado en hún kom fyrst á námskeið IF og VMÍ árið 2000. Hún fékk mikinn áhuga á skíðum, fékk stuðning til að kaupa skíðasleða og faðir hennar lærði á skíði til að geta fylgt henni eftir. Erna hefur nú náð þeim árangri að hún æfir og keppir með landsliði USA í Winter Park en samstarf ÍF, VMÍ og NSCD í Winter Park felst m.a. í að aðstoða fatlað íslenskt skíðafólk sem vill æfa erlendis.
Þórhallur Pálsson, arkitekt, opnar ljósmyndasýninguna ,,Fótmál" í listasal Saltfisksetursins laugardaginn 21. febrúar kl. 14:00. Þórhallur er fæddur 1952 í Keflavík en að ætt og uppruna Austfirðingur. Útskrifaðist sem arkitekt frá Chalmers tækniháskólanum í Gautaborg árið1977 og hefur mest alla starfsævina unnið við skipulagsmál á ýmsum stigum.
Þórhallur byrjaði ungur að taka myndir og hefur gert það með örfáum hléum, allt fram á þennan dag.
Ályktun starfsfólks Grunnskólans á Eskifirði samþykkt á fundi 18. febrúar.
Starfsfólk Grunnskólans á Eskifirði lýsir stuðningi við Hannes Sigmarsson yfirlækni Heilsugæslu Fjarðabyggðar og harmar þá stöðu sem komin er upp í samskiptum hans við yfirstjórn HSA.
Verkefnið ,,Komdu í land" hefur hafið námskeiðaherferð hringinn í kringum landið. Verkefnið er samstarfsverkefni Útflutningsráðs, Ferðamálastofu og Cruise Iceland samtakanna um að Útflutningsráð standi fyrir fræðslu og ráðgjöf í hafnarbæjum sem eru meðlimir í Cruise Iceland samtökunum. Næst á að þinga á Djúpavogi.
Um sjö hundruð og fimmtíu manns hafa ritað nöfn sín undir stuðningsyfirlýsingu við lækni, sem Heilbrigðisstofnun Austurlands leysti tímabundið undan starfsskyldum fyrir um hálfum mánuði, vegna rannsóknar á störfum hans fyrir Heilsugæslu Fjarðabyggðar.
Námskeið Íþróttasambands Fatlaðra og Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands í samstarfi við NSCD í Winter Park Colorado, USA, fór fram í Hlíðarfjalli dagana 13. - 15. febrúar. Meðal þátttakenda var María Sverrisdóttir frá Egilsstöðum og naut hún aðstoð föður síns við að stýra skíðasleða sem sérhannaður er fyrir hreyfihamlaða.