Góður liðsauki björgunarsveitar á Héraði

Á miðvikudagskvöld var stofnuð unglingadeild hjá Björgunarsveitinni Héraði á Egilsstöðum og ber hin nýja deild nafnið Héraðsstubbarnir. Undanfarin ár hefur verið samstarf við félagsmiðstöðvar með unglingastarf, sem leiddi til stofnunarinnar.

head49948009ce1ef.jpg

Lesa meira

Menning með hækkandi sól

Klausturpóstur Skriðuklausturs barst i dag og kennir margra grasa í menningarstarfinu þar á bæ að vanda. Meðal annars verður haldið einkar forvitnilegt Rannsóknaþing á vegum Þekkingarnets Austurlands á laugardag og í lok mánaðar verður Lomberdagurinn haldinn hátíðlegur.

klausturpsturinn.jpg

Lesa meira

Fjarðabyggð í skuldabréfaútboð

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt að fara í skuldabréfaútboð upp á allt að sex hundruð milljónir króna vegna fjármögnunar samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2009 í opnum stækkanlegum flokki.

Lesa meira

Ístölt Austurland 2009 í hjarta Egilsstaða

Ístölt Austurland 2009 verður haldið í hjarta Egilsstaða þann 21. febrúar næstkomandi, nánar tiltekið í Egilsstaðavíkinni við Gistihúsið Egilsstöðum.

hans_kjerulf_og_jupiter1.jpg

Lesa meira

Bilun í fjarskiptaneti

Bilun kom upp í stofnneti fjarskiptanets Mílu (áður fjarskiptanets Símans) á Austurlandi um klukkan fjögur í nótt. Bilunin varð á milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur. Talið er að um bilun í búnaði sé að ræða. Menn frá Mílu eru á leið austur með nauðsynlegan búnað til viðgerða.

kortlagning-sambanda.jpg

Lesa meira

Kreppulausir Álfheimar

Ferðaþjónustan Álfheimar hefur ákveðið að ráðast í frekari uppbyggingu ferðaþjónustu á Borgarfirði eystra og segir kreppu stríð á hendur.

borgarfjrur8_vefur.jpg

Lesa meira

Læknir leystur tímabundið frá störfum

,,Hannes Sigmarsson, yfirlæknir við Heilsugæslu Fjarðabyggðar, hefur í dag verið leystur, tímabundið, frá starfsskyldum sínum við Heilbrigðisstofnun Austurlands, HSA, vegna rannsóknar á reikningum frá honum."

Þetta segir í fréttatilkynningu frá Einari Rafni Haraldssyni, framkvæmdastjóra HSA. Hannes er einn fjögurra lækna sem starfað hafa við Heilsugæslu Fjarðabyggðar.image0011.jpg

Lesa meira

Bjartsýni um matvælavinnslu á Breiðdalsvík

Fullvinnsla matvæla fer nú fram í frystihúsinu á Breiðdalsvík á vegum félagsins Festarhalds. Framleiðslan er innbakaður fiskur í orly-deigi, bollur, fiskborgarar og naggar. Hráefnið er ferskfiskur og afskurður. Framleiðslan er að komast á fullan skrið og starfa átta starfsmenn við vinnsluna, flestir í 75% starfi. Stefnt er að vinnslu úr 30 til 40 tonnum af hráefni á mánuði en undanfarið hefur verið unnið úr 10 til 15 tonnum.

breidalsvk_vefur.jpg

Lesa meira

Nýr vettvangur fyrir fólk í atvinnuleit

Miðstöð fyrir fólk í atvinnuleit verður opnuð á Egilsstöðum 12. febrúar. Að rekstri hennar koma Fljótsdalshérað, Þekkingarnet Austurlands, Rauði krossinn, Vinnumálastofnun Austurlandi, Austurnet, AFL Starfsgreinafélag og VR, auk fleiri aðila. 375 eru nú á atvinnuleysisskrá hjá Vinnumálastofnun Austurlandi.

atvinnul.aus.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.