


Fögnuðu járnbrúðkaupi
Hjónin Sölvi Aðalbjörnsson og Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir frá Egilsstöðum fögnuðu sunnudaginn 6. júní 70 ára brúðkaupsafmæli sínu en það telst járnbrúðkaup.
Ferðast um heiminn án þess að fara úr bænum
Gestakokkar munu bjóða upp á nýja matseðla í hverri viku í Beituskúrnum í Neskaupstað í sumar. Maturinn kemur úr ýmsum heimshornum.
Spilar Bach á Breiðdalsvík
Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, sellóleikari, er á ferð um landið til að leika einleikssvítur Johanns Sebastians Bach. Hún spilar í Gamla kaupfélaginu á Breiðdalsvík á þjóðhátíðardaginn, 17. júní.
Birna leikkona ársins í aukahlutverki
Birna Pétursdóttir hlaut í vikunni Grímuverðlaunin sem leikkona ársins í aukahlutverki en hún leikur Daða dreka í söngleiknum Benedikt búálfi hjá Leikfélagi Akureyrar.
66% deildarmyrkvi á fimmtudag
Deildarmyrkvi frá sólu sést hérlendis að morgni fimmtudagsins. Tunglið hylur þó mismikinn hluta sólarinnar eftir því hvar á landinu fylgst er með honum.
Bjóða nám í ævintýraleiðsögn án staðsetningar
Keilir býður nú upp á leiðsögunám í ævintýraferðamennsku með bóklegu fjarnámi til að koma til móts við nemendur á landsbyggðinni.
Maríuerla liggur á eggjum sínum í beinni
Hægt er að fylgjast með maríuerlu, sem gert hefur sig heimakomna í iðnaðarhúsnæði í Fellabæ, liggja á sex eggjum sínum í beinni vefútsendingu.