Félagar í björgunarsveitinni Jökli eru meðal þeirra sem taka þátt í söfnunarátaki Mottumars, árvekniátaks um krabbamein í körlum, sem lýkur á morgun. Sumum hefur þó orðið kalt þegar yfirvaraskeggið er eitt eftir.
Vetraríþróttahátíðin Austurland free ride festival verður haldin á svæðinu í kringum Oddsskarð um helgina. Skipuleggjandi hátíðarinnar segir mikla stemmingu í byrjun og veðrið lofa góður.
Litlu munaði að Vopnfirðingar fengju fáar bollur annað árið í röð eftir að bollur, sem pantaðar voru úr Reykjavík, urðu eftir þar. Eigandi verslunarinnar Kauptúns brást við með að baka tæplega 200 stykki í eldhúsi verslunarinnar þar sem allra jafna eru bökuð forbökuð brauð frá Myllunni.
Tónlistarhópurinn Austuróp kemur fram í fyrsta sinn um helgina og flytur óhugnanlega tónlist í anda hrekkjavökunnar á Góu. Stjórnandi hópsins segir tilgang hans vera að skapa vettvang fyrir hæfileikaríkt tónlistarfólk til að spila saman og koma fram.
Endurbótum er lokið á ferjunni Norrænu, sem siglir vikulega milli Seyðisfjarðar, Þórshafnar í Færeyjum og Hirthals í Danmörku. Hún er væntanleg til Seyðisfjarðar þriðjudaginn í næstu viku.
Líf atvinnumanna í knattspyrnu er ekki tómur glamúr og gleði. Þeir lúta agareglum til að vera tilbúnir í leiki og geta takmarkað skemmt sér um helgar. Þannig dróst Rúrik Gíslason að Útsvari og Fljótsdalshéraði.
Leif Zeilich-Jensen, sem um tíma kenndi við Alþýðuskólann á Eiðum er meðal þeirra sem taldir eru mögulegir morðingjar sænska forsætisráðherrans Olafs Palme. Leif kenndi við skólann árið sem Plame var myrtur. Saga hans er rakinn í nýrri heimildamynd.
Upptaka af sýningu Leikfélags Fljótsdalshéraðs á leikverkinu Fullkomið brúðkaup er nú orðin aðgengileg á netinu. Ákveðið var að færa sýninguna til fólks heima í stofu út af samkomutakmörkunum.
Bandaríski stórleikarinn Stanley Tucci segist hafa heillast af Austfjörðum og Íslandi þegar hann dvaldi á svæðinu við tökur á Fortitude-sjónvarpsþáttunum.