Hafís og útbreiðsla pólsjávar djúpt norður af landinu í vetur skýrir að stórum hluta óvenjulega kaldan sjó úti fyrir ströndum Austurlands síðustu dagana. Reynslan sýni að slíkur kuldi geti orðið viðvarandi út sumarið og þar með haft drjúg áhrif á lofthitann.
Konur á Seyðisfirði stofnuðu sitt eigið verkalýðsfélag þar sem karlarnir í félagi staðarins sýndu þeim takmarkaðan stuðning. Algengt var að taxtar kvenna væru helmingi lægri heldur en karlanna.
Höfundur: Guðmundur Ingi Guðbrandsson • Skrifað: .
Gott að eldast er aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk sem byggir á nýrri hugsun í þjónustu við þennan stækkandi hóp í samfélagi okkar. Áætlunina fékk ég samþykkta á Alþingi í fyrra. Með henni er leitast eftir að breyta og bæta þjónustu við eldra fólk, meðal annars með því að gera hana einstaklingsmiðaðri. Jafnframt er áhersla lögð á andlega, líkamlega og félagslega heilsueflingu en með virkni og félagslegri samveru er stuðlað að heilbrigðri öldrun.
Allnokkur hópur fólks, nánast alls staðar á Austurlandi, hefur það sem ástríðu og áhugamál að koma til bjargar dýrum sem úti eru í vetrarkuldanum og þá sérstaklega köttum. Þar er bæði um týnda heimilisketti að ræða sem og nokkurn fjölda vergangs- og villikatta sem þvælast um hér og þar á Austurlandi.
Um 40 konur víða af landinu komu austur til að taka þátt í landsbyggðarráðstefnu Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) sem Austurlandsdeild þess hélt á Hallormsstað í maí.
Rétt tæplega 40 konur á öllum aldri nýttu tækifærið á sunnudaginn var þegar Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs í samvinnu við Golfsamband Íslands og PGA á Íslandi bauð upp á sérstakan stelpugolfdag á golfvellinum að Ekkjufelli. Þátttakan fór langt fram úr björtustu vonum þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið sem best.
Dagskrá Skógardagsins mikla, sem undanfarin ár hefur verið haldin hátíðlegur í Hallormsstaðaskógi, verður óvenju viðamikil að þessu sinni. Reyndar svo viðamikil að nánast er hægt að tala um Skógardagana miklu.