Sverrir Mar Albertsson framkvæmdastjóri AFLs-Starfsgreinafélags segir að á heildina litið hafi greiðandi félagsmönnum AFLs fækkað um 336, eða um 6%, á tímum COVID, það er frá mars-júlí í ár miðað við sama tímabil í fyrra. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir formaður AFLs segir ámælisvert að Vinnumálastofnun sinni ekki lögbundnu hlutverki sínu varðandi miðlun starfa.
Vigfús Ólafsson frá Reyðarfirði færði bókasafni staðarins nýverið höfðinglega gjöf, innbundnar bækur með upplýsingum um tæplega 50 eldri íbúðarhús á staðnum.
Skuldahlutfall flestra sveitarfélaga á Austurlandi verður undir landsmeðaltali við árslok. Þetta kemur fram í viðauka með skýrslu starfshóps um fjármál sveitarfélaga sem kynnt var fyrir síðustu helgi. Aðeins tvö sveitarfélög, Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað, skera sig úr með því að vera með skuldahlutfall sitt yfir meðaltalinu og það töluvert.
„Ég er mjög ánægð og glöð með þennan heiður,“ segir Anna Karen Marínósdóttir í samtali við Austurgluggann en hún hlaut í gærdag styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði Háskóla Íslands (HÍ) við hátíðlega athöfn. Anna Karen var eini nýneminn frá Austurlandi til að hljóta þennan styrk hjá HÍ Í ár.
Aðeins hefur rofað til í bílstjóramálum hjá Terra að undanförnu. Einn slíkur er á leið austur frá Hafnarfirði og annar frá Reykjavík er sennilega á leiðinni líka.
Í sameiningarferli sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Fljótsdalshéraðs og Djúpavogshrepps hefur verið lögð áhersla á að sameiningin muni bæta þjónustu og styrkja samfélagið í þessum byggðum.