Allar fréttir
Ekkert niðurbrot á ýmsum „niðurbrjótanlegum“ umbúðum eftir sjö mánuði í jörð
Tilraun sem nemendur við Hallormsstaðaskóla gerðu í haust með því að grafa rusl af ýmsum toga, sem allt var merkt sem niðurbrjótanlegt að fullu eða hluta, leiddi í ljós að eftir sjö mánuði í mold sá lítið sem ekkert á neinu.
Bjóða gestum að skoða nýtt félagsheimili BRJÁN
Blús-, rokk- og jazzklúbburinn á Nesi (Brján) verður annað kvöld með opið hús í nýju félagsheimili sínu að Hafnarbraut 22 í Neskaupstað, þar sem verslunin Tónspil var áður til húsa. Þar hefur verið komið upp æfinga- og upptökuaðstöðu auk tónleikasalar.Brennisteins- og súlfatmengun á Austurlandi en engin hætta á ferðum
Í kjölfar síðustu gosumbrota á Reykjanesskaga hefur orðið vart nokkurrar loftmengunar víða um landið og hefur mælst aukning bæði brennisteins- og súlfatmengunar á Austurlandi frá því snemma í morgun. Engin hætta er þessu tengt enda magnið lítið.