Um helgina voru fjörtíu krakkar á aldrinum sjö til þrettán ára í skátaútilegu á Eiðum. Þau komu sér fyrir í sumarbústöðum með allt sitt dót, elduðu sjálf risaskammt af gómsætri kjötsúpu, fóru í langar gönguferðir og leystu allskyns þrautir, ásamt því að syngja og skemmta sér saman.
Ferlegt er að hlusta á sérstakan ríkissaksóknara segja frá því hálfniðurlútan að embættið sé eiginlega ekki að gera nokkurn skapan hlut. Hvernig má það vera að þó þjóðin sé gjaldþrota vegna afglapa og blindu lýðræðislega kjörinna stjórnvalda og gleiðgosa sem finnst ekki tiltökumál að gambla með heila þjóð, er enginn tekinn í karphúsið? (Leiðari Austurgluggans 26. mars sl.)
Djúpavogsbúar tóku á móti nýjum bát til hafnar í gær. Það er Sæljós GK 185, sem er í eigu Ósness og Eyfreyjuness á Djúpavogi. Báturinn er keyptur frá Grindavík, er upphaflega smíðaður á Seyðisfirði árið 1968, stálbátur, 22 metra langur og tæp 65 brúttótonn. Hann var endursmíðaður 1998. Eigendurnir ætla að gera bátinn út til fjölveiða og eru meðal annars búnir að sækja um leyfi til hrefnuveiða.
Til að byrja með langar mig að kynna sjálfan mig. Nafn mitt er Igor. Ég er frá Slóvakíu og hef búið hartnær þrjú ár á Íslandi. Á þeim tíma hef ég upplifað ýmislegt sem mig langar að deila með ykkur.
Það er enn vetur á ísa köldu landi þrátt fyrir að nokkrir hugrakkir tjaldar hafi tyllt sér niður á Austurlandi sem fyrstu vorboðar ársins. (Leiðari Austurgluggans 12. mars sl.)
Andrés Skúlason skrifar: Öllu má nafn gefa, en svonefnd hagræðing hefur verið lausnarorð um langt skeið og fyrirmönnum ýmsum þótt gott að grípa til þessa hugtaks þegar á hefur þurft að halda, til að sannfæra fólkið í landinu um nauðsyn þess að hrúga þjónustu, framleiðslu, svo ekki sé talað um fólkinu sjálfu, saman á fáa útvalda staði.
Kristján L. Möller, samgönguráðherra, og Hanna B. Kristjánsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, undirrituðu í gær minnisblað um nýja samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Á hún að hýsa alla samgöngustarfsemi á svæðinu, hvort sem Reykjavíkurflugvöllur verður þar í framtíðinni eða ekki. Framkvæmdir eiga að hefjast á þessu ári og samgöngumiðstöðin að vera komin í notkun eigi síðar en árið 2010. Þá var skrifað undir samkomulag um að skipa samráðsnefnd ríkis og borgar um framtíðarstaðsetningu flugvallarins.