Allar fréttir

Annað árið í röð var maí með þeim allra hlýjustu á Egilsstöðum

Samkvæmt niðurstöðum Veðurstofu Íslands um liðinn maímánuð reyndist meðalhitastig á Egilsstöðum 7,6°C og reynist vera fjórði hlýjasti maímánuður þar frá upphafi mælinga. Sami mánuður fyrir ári reyndist sá annar hlýjasti í 70 ára mælingarsögu þegar meðalhitinn náði 8,1°C.

Lesa meira

Listafólk sækir heim á Innsævi

Yfir 30 viðburðir eru á dagskrá listahátíðarinnar Innsævis sem haldin verður í Fjarðabyggð í þriðja sinn í sumar og þeim mun fjölga. Sérstök áhersla er lögð á að fá listafólk með austfirskar tengingar, sem gengið hefur sérlega vel í ár.

Lesa meira

Tímamót í allri þjónustu við fatlað fólk

Síðdegis í gær var formlega tekin skóflustunga að nýjum búsetukjarna fyrir fólk með fötlun að Búðareyri 10 á Reyðarfirði en sú staðsetning var sérstaklega fyrir valinu þar sem nálægð er mikil við alla helstu nauðsynlega þjónustu.

Lesa meira

Norðfirðingurinn sem byggði upp blakið í Mosfellsbæ

Guðrún Kristín Einarsdóttir, Gunna Stína, flutti að austan fyrir fjörutíu árum en er alltaf jafn mikill Norðfirðingur. Hún hlaut nýverið viðurkenningu fyrir uppbyggingu blakstarfs í Mosfellsbæ og á landsvísu og segir að félagsmálavafstrið megi rekja til uppeldisins fyrir austan.

Lesa meira

Dularfullt sæskrímsli markar upphaf heljar menningarveislu í Fjarðabyggð

Togari úti fyrir Austurlandi fékk stórt, dularfullt og áður óþekkt sæskrímsli í troll sitt og þurfti í kjölfarið aðstoð við að komast til lands á Eskifirði. Á bakkanum við Vélaverksmiðjuna geta íbúar og gestir á slaginu klukkan 17 á morgun vitnað þetta mikla skrímsli, sem hugsanlega á rætur að rekja í þjóðsögurnar, með eigin augum.

Lesa meira

Lagt til að Hamarsvirkjun fari í verndarflokk

Verkefnisstjórn 5. áfanga rammaáætlunar, um verndun og nýtingu virkjunarkosta, leggur til að Hamarsvirkjun verði sett í verndarflokk. Áhrif hennar á ósnortin víðerni eru talin mikil og líkur á hatrömmum deilum ólíkra hagsmunaaðila um hana.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar