Ný leikin heimildarmynd um framlag þeirra kvenna sem reka kósí kaffihús víða á landsbyggðinni verður frumsýnd austanlands á fimmtudaginn kemur. Einn hluti myndarinnar er tekinn í Kaffi Nesbæ í Neskaupstað og allnokkrir Norðfirðingar koma við sögu.
Vilhjálmur G. Pálsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Austurlands, lætur af störfum í haust eftir 20 ára starfa. Hann segir nánd við viðskiptavini helsta kost sjóðsins.
Nýverið tilkynnti Isavia hf um nýtt bílastæðakerfi við flugvöll sinn á Egilsstöðum. Ekki er það svo sem í frásögur færandi að rekstraraðili flugvallarins taki upp nýtt, og að sögn þeirra, betra kerfi en tilgangurinn með þessu kerfi er að „tryggja gestum Egilsstaðaflugvallar bætta þjónustu og betri ferðaupplifun“.
Sameinað félag Ice Fish Farm/Fiskeldis Austfjarða, Laxa Fiskeldis og Búlandstinds fékk í morgun nýtt nafn, Kaldvík. Félagið verður síðar í dag skráð í íslensku kauphöllina.
Íslandspóstur hefur að undanförnu sett upp þrjú ný póstbox á Austurlandi. Stækka þarf eitt í viðbót og verið er að leita að hentugum stað fyrir enn eitt.
Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands segir endurbætur á Norðfjarðarflugvelli hafa reynst stofnuninni vel því óheppilegt sé að þurfa að senda sjúklinga langar vegalengdir í sjúkrabílum. Notkun vallarins hefur aukist verulega eftir að flugbrautin var malbikuð sumarið 2017.
Skrifstofuhúsnæði fyrir ríkisstofnanir og fyrirtæki, í anda samvinnuhússins Múlans í Neskaupstað, er meðal þeirra hugmynda sem starfshópur um atvinnustarfsemi á Seyðisfirði leggur til.