Allar fréttir

Hægt að venjast kuldanum en aldrei vindinum

Þrír knattspyrnumenn frá karabíska eyríkinu Trinidad og Tobago spiluðu í sumar með Einherja í þriðju deild karla auk þess sem einn þeirra er þjálfari liðsins. Þeir segja Vopnafjörð hafa verið minni en þeir reiknuðu með en bæjarbúa hafa tekið þeim opnum örmum.

Lesa meira

Kortaforrit rata ekki nýja veginn yfir Berufjörð

Dæmi eru um að ferðamenn sem koma til Austfjarða úr suðri keyri yfir Öxi því nýi vegurinn yfir Berufjörð er ekki kominn inn í kortaforrit og staðsetningartæki. Vegagerðin segist lítið geta gert annað en að setja þrýsting á kortagerðarfyrirtæki.

Lesa meira

Vilja vekja athygli á fatasóun

Á degi íslenskrar náttúru setti Umhverfisráð Verkmenntaskóla Austurlands upp fataksiptaslá í skólanum. Þar geta nemendur hengt upp föt sem þau vilja gefa og tekið önnur sem þau vilja eiga. Með vilja þau vekja athygli á fatasóun og veita nemendum tækifæri að  endurnýta fötin.

Lesa meira

Íslenska ríkið vill selja Gamla ríkið

Húsið að Hafnargötu 11 á Seyðisfirði, oft þekkt sem „Gamla ríkið“ er meðal þeirra bygginga sem íslenska ríkið hefur í hyggja að selja á næstunni. Þetta kemur fram í drögum að fjárlögum næsta árs.

Lesa meira

Engar breytingar hjá Arion á Egilsstöðum

Engar breytingar urðu á eina útibúi Arion-banka á Austurlandi, sem staðsett er á Egilsstöðum, í umfangsmiklum breytingum sem kynntar voru hjá bankanum í morgun.

Lesa meira

Hreindýraveiðitímabilinu lokið

Hreindýraveiðitímabilinu er lokið í þetta sinn. Veiðar á hreindýrum gengu vel í sumar. Þrátt fyrir brösulega byrjun í upphafi tímabilsins. Alls voru 1326 dýr felld.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar