Blak: Tveir tapleikir um helgina

Bæði karla- og kvennalið Þróttar Fjarðabyggðar mættu Aftureldingu í Varmá um helgina í úrvalsdeildunum í blaki. Bæði liðin töpuðu sínum leikjum. Karlaleikurinn fór 3-1 fyrir Aftureldingu og kvennaleikurinn fór 3-0 fyrir Aftureldingu.

Lesa meira

Blak: Tap á móti HK

Þróttur Fjarðabyggð mætti liði HK í gær í úrvalsdeild karla í blaki. Leikurinn fór fram á Digranesi og var mjög jafn þar sem liðin skiptust á stigum nær allan leikinn. Leikurinn endaði með 3-1 sigri HK.

Lesa meira

Freyja Karín: draumurinn er að fara erlendis

Freyja Karín Þorvarðardóttir er ung og efnileg afrekskona í knattspyrnu frá Neskaupstað. Hún er 19 ára og spilar með Þrótti Reykjavík í Bestu deild kvenna. Freyja hefur einnig spilað með unglingalandsliðum og stundar nám við Flensborg í Hafnarfirði.

Lesa meira

Bogfimi: Haraldur Íslandsmeistari á ný

Haraldur Gústafsson, úr SkAust, fór heim með tvo titla af Íslandsmótinu í sveigboga innanhúss sem haldið var um síðustu helgi.

Lesa meira

Blak: Kvennaliðið áfram í undanúrslit en karlarnir úr keppni

Tveir bikarleikir í blaki fóru fram um helgina þar sem lið Þróttar Fjarðabyggðar kepptu um sæti í undanúrslitum Kjörísbikarsins. Karlalið Þróttar keppti við KA og tapaði 3-1 og fer því ekki lengra í bikarkeppninni þetta árið. Kvennaliðið mætti liði Blakfélags Hafnarfjarðar, liði úr 2. deild, sem komst áfram í bikarnum. Þróttur vann öruggan sigur 0-3 og eru komnar áfram í undanúrslit bikarkeppninnar. Undanúrslitin og úrslitin fara fram á bikarhelgi Kjörísbikarsins 9.-12. Mars í Digranesi.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar