Körfubolti: Tæplega tuttugu stiga tap í Njarðvík

Höttur tapaði í gærkvöldi 109-90 fyrir Njarðvík þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Þrátt fyrir tölurnar var Höttur inni í leiknum allt fram á síðustu mínútuna.

Lesa meira

Körfubolti: Sérstakt að spila gegn sínum bestu vinum

Það fór ekki svo að Egilsstaðabúar eignuðust ekki bikarmeistara í körfuknattleik þótt Höttur féll úr leik í undanúrslitum gegn Val. Í liði mótherjanna var fyrrverandi fyrirliði Hattar, Brynjar Snær Grétarsson og hann gat leyft sér að fagna þegar Valur vann Stjörnuna í úrslitaleiknum um helgina.

Lesa meira

Körfubolti: Fá svör við frábærum varnarleik Vals

Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari karlaliðs Hattar, segir það hafa verið vonbrigði að eiga ekki betri dag þegar liðið tapaði 47-74 fyrir Val í undanúrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik í gærkvöldi. Þegar á hólminn hafi verið komið hafi hvorki þjálfara né leikmenn átt svör við frábærri vörn Vals.

Lesa meira

Blak: Sigur í fyrsta leik nýs árs

Þróttur Neskaupstað vann á miðvikudagskvöld Völsung 3-0 í úrvalsdeild kvenna í blaki í fyrsta leik sínum á nýju ári.

Lesa meira

Stórmótin glæða áhuga krakkanna á handboltaæfingum

Valur Reyðarfirði er eina austfirska íþróttafélagið sem býður upp á reglulega handknattleiksæfingar. Þjálfari segir þátttökuna góða og vonast til að nýhafið heimsmeistaramót auki áhugann enn frekar.

Lesa meira

Körfubolti: Stúkan hvít en stigaskorið rautt

Höttur er úr leik í bikarkeppni karla í körfuknattleik eftir 47-74 tap fyrir Val í undanúrslitum keppninnar í Laugardalshöll í kvöld. Stuðningsfólk Hattar setti vel svip sinn á leikinn.

Lesa meira

Laxveiðiár í Vopnafirði og Manchester United

Enski auðjöfurinn Jim Ratcliffe, sem undanfarin ár hefur keypt upp land í kringum laxveiðiár í Vopnafirði og víðar á Norðausturlandi, hefur nú lýst yfir áhuga á að eignast enska knattspyrnufélagið Manchester United.

Lesa meira

Bjórdós kastað í stuðningsfólk Vals

Stuðningsmanni Hattar var hent út af leik liðsins gegn Val í undanúrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik í gærkvöldi fyrir óspektir. Leitað verður á áhorfendum á úrslitaleikjum helgarinnar eftir að bjórdós, sem kastað var frá stuðningsfólki Hattar, hæfði barn í hópi Valsara.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.