Lét ekki handleggsbrot stöðva sig í kastgreinum

Harpa Hlín Jónsdóttir frá Ólafsfirði lét ekki handleggsbrot koma í veg fyrir að hún tæki þátt í Landsmóti UMFÍ fyrir 50 ára og eldri en mótið var haldið í Neskaupstað um helgina.

Lesa meira

Fjórir austfirskir Íslandsmeistarar í frjálsíþróttum

Fjórir keppendur á vegum UÍA hafa að undanförnu orðið Íslandsmeistarar í frjálsíþróttum. Austfirskt íþróttafólk hefur að auki bætt sig verulega á þeim Meistaramótum Íslands í frjálsíþróttum sem búin eru.

Lesa meira

Crossnet í fyrsta skipti á Íslandi

Íþróttin Crossnet verður leikin í fyrsta skipti á Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri sem haldið er í Neskaupstað um helgina. Íþróttinni svipar að mörgu leyti til blaks og getur nýst í að þjálfa upp árvekni blakspilara.

Lesa meira

UÍA býður Austfirðingum á Landsmót 50+

Stjórn Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands hefur ákveðið að fella niður skráningargjöld fyrir þátttakendur af sambandssvæðinu á Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri sem haldið verður í Neskaupstað 28. – 30. júní næstkomandi. Undirbúningi mótsins miðar vel.

Lesa meira

Helmingur landsliðsins frá Norðfirði

Rúmur helmingur þeirra leikmanna íslenska kvennalandsliðsins sem tekur þátt í Smáþjóðaleikunum hefur einhvern tíman á ferlinum leikið með Þrótti Neskaupstað.

Lesa meira

„Minntum helst á bobsleðaliðið frá Jamaíku“

Lið Sparisjóðs Austfjarða náði þeim vafasama áfanga að verða fyrsta liðið til að falla úr leik á Landsmóti UMFÍ 50 ára og eldri sem haldið er í Neskaupstað. Liðið er ekki af baki dottið og sér fram á glæsta sigra síðar meir í boccia.

Lesa meira

Knattspyrna: Settu sér markmið um að vinna 8-0 – Myndir

Lið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis vann á sunnudag 8-0 stórsigur á Leikni Reykjavík í annarri deild kvenna í knattspyrnu en liðin léku á Reyðarfirði. Fyrirliði liðsins segist hafa fulla trú á að liðið geti blandað sér í toppbaráttu deildarinnar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar