Stöðfirðingurinn Heimir Þorsteinsson hefur leikið stóran þátt í sögu Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar þar sem hann hefur tvisvar verið aðalþjálfari liðsins. Starfið hefur hins vegar snúist um meira en fótbolta en Heimir þurfti meðal annars að fylgja einum leikmanni grafar og bregðast við þegar annar greindist með illkynja krabbamein.
Leiknir Fáskrúðsfirði heldur sæti sínu í annarri deild karla í knattspyrnu en liðið vann Víði Garði 3-0 á heimavelli í lokaumferðinni í dag. Viðar Jónsson þjálfari hættir með liðið eftir fimm ára starf.
Knattspyrnudeild Hugins Seyðisfirði hefur farið fram á afsökunarbeiðni frá Knattspyrnusambandi Íslands vegna þess hvernig það hélt á málum í umdeildum leik Hugins og Völsungs í annarri deild karla í knattspyrnu. Deildin hyggst hins vegar ekki fara lengra með málið.
Ekkert varð af því að Huginn Seyðisfirði og Völsungur frá Húsavík mættust í umdeildum leik í annarri deild karla í knattspyrnu í dag. Liðin mættu hvort á sinn völlinn.
Höttur og Huginn eru í fallsæti annarrar deildar karla í knattspyrnu eftir leiki helgarinnar. Þjálfari Hattar var ósáttur við leik liðsins þegar það tapaði 1-3 fyrir Þrótti Vogum á Vilhjálmsvelli á laugardag.
Höttur féll í dag úr annarri deild karla í knattspyrnu eftir 1-3 ósigur gegn Aftureldingu á heimavelli í lokaumferð Íslandsmótsiðs. Höttur var yfir í hálfleik en Mosfellsbæjarliðið var hungrað enda deildarmeistaratitill og sæti í fyrstu deild að ári í húfi.
„Segja má að þetta hlaup sé ólympíuleikar fjallahlaupanna og var þetta verkefni stóra markmiðið mitt í ár, en þarna koma saman allir bestu fjallahlauparar heims,“ segir Norðfirðingurinn Þorbergur Ingi Jónsson vann enn eitt afrekið í ofurhlaupi á dögunum þegar hann hafnaði 32. sæti í einu af erfiðustu hlaupum heims. Hann segir hlaupin styrkja sig sem einstakling.
„Augljósasta ástæðan var sú að það var ekkert lyftingafélag var á Austurlandi, en ef einhver vill keppa í lyftingum þá þarf sá hinn sami að vera skráður í félag,“ segir Tinna Halldórsdóttir, meðstjórnandi í Lyftingafélagi Austurlands, um tilurð félagsins.