Ana og Borja þjálfa blaklið Þróttar næstu tvö ár
Spánverjarnir Ana María Vidal Bouza og Borja Gonzáles Vicente hafa skrifað undir tveggja ára samning um að þjálfa og leika með blakliðum Þróttar Neskaupstað.
Spánverjarnir Ana María Vidal Bouza og Borja Gonzáles Vicente hafa skrifað undir tveggja ára samning um að þjálfa og leika með blakliðum Þróttar Neskaupstað.
Þjálfari kvennaliðs Þróttar í blaki segir að margt megi bæta eftir 3-2 sigur liðsins á HK í annarri viðureign liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins áður en til oddaleiksins kemur á föstudag. Liðið hafi sýnt mikinn karakter þegar á reyndi.
Ana Vidal, þjálfari karlaliðs Þróttar í blaki, sagði sitt lið hafa gefið allt sem það átti í lok leiks síns við HK í undanúrslitum Íslandsmótsins. Það dugði ekki til, Þróttur tapaði leiknum 0-3 og er úr leik.
Kvennalið Þróttar datt úr leik í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki eftir 3-1 tap gegn HK í oddaleik á föstudagskvöld. Þjálfarinn segir leikinn hafa valdið vonbrigðum en segist heilt yfir sáttur við veturinn hjá ungu liði.
Kvennalið Þróttar knúði fram oddaleik í rimmu sinni við HK í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki með 3-2 sigri mögnuðum leik í Neskaupstað í gærkvöldi. Miklar sveiflur einkenndu leikinn en Þróttur hafði betur, vel studdur af hálfum bænum sem var mættur á áhorfendapallana.
Karlalið Þróttar er úr leik í undanúrslitum Íslandsmóts karla í blaki eftir 0-3 tap fyrir HK á heimavelli í gærkvöldi. Þróttarliðið barðist vel en var alltaf skrefinu á eftir deildarmeisturunum.
Kvennalið Þróttar Neskaupstað keyrir í dag suður til Reykjavíkur fyrir þriðja og síðasta leik liðsins gegn HK í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki. Ekki var pláss fyrir hópinn með flugi.
Kvennalið Þróttar töpuðu fyrsta leik sínum við HK í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki í Kópavogi í gærkvöldi í oddahrinu í afar sveiflukenndum leik.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.