72 stig í einni lotu í blaki: Þetta var hálf brjálað

Ana Vidal, þjálfari karlaliðs Þróttar í blaki segir að gott úthald hafi reynst liðinu dýrmætt þegar það sótti fjögur stig af sex möguleikum í tveimur leikjum á heimavelli gegn Stjörnunni um helgina. Lokatölur fjórðu hrinu fyrri leiksins urðu 37-35 sem er fáséð í blakleikjum.

Lesa meira

Elísabet Eir og Halldóra Birta valdar í úrtakshóp U16

Elísabet Eir Hjálmarsdóttir og Halldóra Birta Sigfúsdóttir voru á dögunum valdar í úrtakshóp U16 landliðsins í knattspyrnu. Æfingar fara fram á höfuðborgarsvæðinu helgina 4.-6. mars og verða undir stjórn Úlfars Hinrikssonar þjálfara liðsins.

Lesa meira

Helgarnámskeið í borðtennis

Borðtennissamband Íslands, í samstarfi við félagsmiðstöðina Nýung á Héraði og UÍA, stendur fyrir borðtennisnámskeiði á Egilsstöðum um helgina.

Lesa meira

Körfubolti: Höttur vann ÍR og heldur enn í vonina – Myndir

Höttur á enn möguleika á að bjarga sér frá falli úr úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir 93-70 sigur á ÍR á Egilsstöðum í gærkvöldi. Þjálfarinn segir trú til staðar hjá liðinu á að það geti unnið fleiri leiki til að bjarga sér.

Lesa meira

Páskaeggjamót í frjálsum íþróttum

Páskaeggjamót UÍA og Fjarðasports í frjálsum íþróttum verður haldið í íþróttahúsinu í Neskaupstað laugardaginn 6. mars næstkomandi.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.