Þróttur Neskaupstað er kominn í kjörstöðu í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í Íslandsmóti kvenna í blaki eftir góða byrjun á árinu. Um helgina var Þróttur Reykjavík lagður að velli í Neskaupstað.
Kvennalið Þróttar virðist vera langt komið með að tryggja sér þriðja sæti Mizuno-deildar kvenna í blaki eftir sigur á KA um helgina. Karlaliðið heldur sínu sæti þrátt fyrir tvö töp nyrðra.
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari körfuknattleiksliðs Hattar, sagði liðið hafa sýnt frábæran varnarleik í 66-69 ósigri gegn Keflavík á Egilsstöðum á föstudagskvöld. Til þess hafði Keflavík skorað 86 stig eða fleiri í hverjum deildarleik.
Fimleikadeild Hattar stóð fyrir árlegri nýárssýningu sinni síðasta laugardag. Á sýningunni eru gjarnan tekin vinsæl barnaleikverk og færð í fimleikaútgáfu.
Kílógramm af óheppni og dass af villuvandræðum komu í veg fyrir að Höttur ynni annan leik sinn í röð þegar Grindavík kom í heimsókn í gærkvöldi. Gestirnir teljast sekir um að hafa stolið kökunni úr krús Hattar.
Blakþjálfarinn Ana Maria Vidal Bouza virðist hafa aðlagast lífinu og umhverfinu í Neskaupstað vel. Nálægðin í bænum vegna fámennisins er þó meiri en hún og kærasti hennar Borja, sem einnig spilar með Þrótti, eiga að venjast.
Álfheiður Ída Kjartansdóttir sigraði í flokki stúlkna 10-12 ára í Fjórðungsglímu Austurlands og vann þar með hinn eftirsótta Aðalsteinsbikar í sínum flokki.