Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar valinn íþróttamaður Hattar
Körfuknattleiksmaðurinn Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar var í gær útnefndur íþróttamaður Hattar fyrir árið 2015. Hjálmþór Bjarnason og Hrafnhildur S. Þórarinsdóttir hlutu starfsmerki félagsins.
Telma Ívarsdóttir semur við Breiðablik
Telma Ívarsdóttir frá Neskaupstað hefur skrifað undir þriggja ára samning við meistaraflokk Breiðabliks knattspyrnu.
Hattarmenn tömdu Njarðvíkurljónin - Myndir
Þó það séu ekki komnir páskar var það samt upprisa sem var á dagskránni þegar Höttur tók á móti Njarðvík í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í gær. Fyrir leikinn lágu Hattarmenn marflatir á botni deildarinnar eftir að hafa tapað öllum 11 leikjum sínum á tímabilinu á meðan að gestirnir frá Njarðvík sátu í 5. sæti með 14 stig.
Leiknir fær ekki keppnisleyfi á Búðagrund
Leiknir spilar í Fjarðabyggðarhöllinni næsta sumar þar sem ekki fæst keppnisleyfi á heimavellinum á Fáskrúðsfirði. Liðið undirbýr sig nú fyrir komandi átök í fyrstu deildinni.
Körfubolti: Ráðlaus sóknarleikur Hattar gegn sterkri vörn Hauka – Myndir
Höttur er í neðsta sæti úrvalsdeildar karla í körfuknattleik án stiga þegar Íslandsmótið er hálfnað. Liðið tapaði illa fyrir Haukum 66-88 á heimavelli í gærkvöldi.
Leik Hattar og Njarðvíkur frestað
Búið er að fresta leik Hattar og Njarðvíkur í úrvalsdeild karla í körfuknattleik um sólarhring. Leikurinn átti að fara fram klukkan 18:30 á Egilsstöðum í kvöld.
Blak: Góð ferð austur hjá HK
Þróttur tapaði fyrir HK í síðasta leik liðanna í síðasta leik þeirra í úrvalsdeild kvenna í blaki 1-3 í Neskaupstað á laugardag. Þróttur er í þriðja sæti þegar hlé er gert á deildinni.