„Karate er ávanabindandi lífsstíll“

Þau Guðrún Óskarsdóttir og Einar Hagen verða með kynningu á sjálfsvarnaríþróttinni karate Félagsmiðstöðinni Atóm í Neskaupstað klukkan 17:00 í dag.

Lesa meira

Hattarmenn tömdu Njarðvíkurljónin - Myndir

Þó það séu ekki komnir páskar var það samt upprisa sem var á dagskránni þegar Höttur tók á móti Njarðvík í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í gær. Fyrir leikinn lágu Hattarmenn marflatir á botni deildarinnar eftir að hafa tapað öllum 11 leikjum sínum á tímabilinu á meðan að gestirnir frá Njarðvík sátu í 5. sæti með 14 stig.

Lesa meira

Leiknir fær ekki keppnisleyfi á Búðagrund

Leiknir spilar í Fjarðabyggðarhöllinni næsta sumar þar sem ekki fæst keppnisleyfi á heimavellinum á Fáskrúðsfirði. Liðið undirbýr sig nú fyrir komandi átök í fyrstu deildinni.

Lesa meira

Leik Hattar og Njarðvíkur frestað

Búið er að fresta leik Hattar og Njarðvíkur í úrvalsdeild karla í körfuknattleik um sólarhring. Leikurinn átti að fara fram klukkan 18:30 á Egilsstöðum í kvöld.

Lesa meira

Blak: Góð ferð austur hjá HK

Þróttur tapaði fyrir HK í síðasta leik liðanna í síðasta leik þeirra í úrvalsdeild kvenna í blaki 1-3 í Neskaupstað á laugardag. Þróttur er í þriðja sæti þegar hlé er gert á deildinni.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.