Höttur tekur á móti Ármanni í 1. deild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:30. Hattarmenn eru í sjötta sæti með tvo sigra eftir þrjá leiki en Ármenningar hafa unnið einn leik af sínum fyrstu fjórum og eru í níunda sæti.
Bandaríkjamaðurinn Michael Sloan tryggði Hetti sigur á lokasekúndunum
annan leikinn í röð þegar liðið vann FSu í 1. deild karla í
körfuknattleik 74-76 á Selfossi í gærkvöldi. Þess utan átti hann dapran
leik. Hattarmenn áttu í miklum vandræðum með þriggja stiga skyttur
Selfyssinga.
Höttur tekur á móti Skallagrími í fyrsta leik vetrarins í fyrstu deild
karla í körfuknattleiks í íþróttahúsinu á Egilsstöðum í kvöld. Tveir
nýir Bandaríkjamenn þreyta þá frumraun sína með Hattarliðinu.
Tæplega fjörutíu krakka hópur fór á vegum fimleikadeildar Hattar vestur á
Akranes um seinustu helgi til að keppa á fyrsta fimleika vetrarins.
Árangurinn var frábær. Ferðin var einnig notuð til æfinga.
Bjarni Jens Kristinsson, tvítugur Hallormsstaðarbúi, ferðast nú um
Evrópu með það að marki að verða atvinnumaður í skák. Hann stefnir að
því að ná fyrsta titlinum fyrir næsta sumar. Bjarni ákvað sjálfur að
leggja á brattann og notar peningana úr sumarvinnunni til að ná markmiðinu.
Fyrsti paratvímenningurinn í mótaröð Bridgesambands Austurlands var
spilaður á Egilsstöðum fyrir skemmstu. Austurlandsmótið í tvímenningi
fer fram á Seyðisfirði um helgina. Góð þátttaka hefur verið í þeim mótum
sem búin eru í haust.
Um tvö hundruð þátttakendur, víðsvegar af Austurlandi, tóku þátt í
Knattspyrnuakademíu Tandrabergs sem fram fór í Fjarðabyggðarhöllinni
fyrir skemmstu. Yngri flokkar Fjarðabyggðar stóðu að akademíunni fyrir
iðkendur á aldrinum 6-15 ára í þriðja sinn.
Íþróttafræðingurinn Viðar Örn Hafsteinsson hefur verið ráðinn
aðalþjálfari karlaliðs Hattar í körfuknattleik. Viðar tekst á við nokkuð
stórt verkefni en hann er aðeins 26 ára gamall.