UÍA, sveitarfélögin Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað og Náttúrustofa
Austurlands efna til fjölskyldugöngu á Grænfell á morgun í tilefni Dags
íslenskrar náttúru. Fjallið var valið sem framlag UÍA í gönguverkefni
Ungmennafélags Íslands, Fjölskyldan á fjallið, í ár. Gengið verður upp
beggja vegna fjallsins og hittast hóparnir á toppnum.
Ólafur Bragi Jónsson, ökuþór frá Egilsstöðum, varð nýverið
Íslandsmeistari í torfæruakstri í annað sinn. Ólafur Bragi tók þátt í
þremur keppnum í sumar og vann þær allar.
Nýverið undirrituðu Davíð Þór Sigurðarson, formaður Íþróttafélagsins Hattar og Arnar Páll Guðmundsson, útibússtjóri Landsbankans á Egilsstöðum samstarfssamning milli félaganna tveggja. Með samningnum verður Landsbankinn einn af aðalstyrktaraðilum barna og unglingastarfs Hattar á Egilsstöðum.
Höttur tryggði sér í dag sæti í 1. deild karla í knattspyrnu í fyrsta
sinn þegar liðið vann fallið Árborgar 1-3 á Selfossi. Fjöldi Héraðsbúa
mætti á völlinn og studdi dyggilega við bakið á sínu liði.
Brynjar Gauti Snorrason og Daði Fannar Sverrisson urðu um helgina
Íslandsmeistarar í sínum aldursflokkum í spjótkasti. Meistaramót Íslands
í frjálsíþróttum 15-22ja ára var haldið á Akureyri.
Í dag var undirritað samstarfsyfirlýsing Síldavinnslunnar hf, Alcoa
Fjarðaáls hf. Launafls ehf., Olíverzlunar Íslands hf., Eskju hf., SÚN
og yngri flokka Fjarðabyggðar í knattspyrnu. Undirritað var í
Veiðiflugunni á Reyðarfirði, en aðilar yfirlýsingarinnar skuldbinda sig
að vinna saman að því að efla tækifæri barna og unglinga í Fjarðabyggð
til að æfa og leika knattspyrnu með sem bestri umgjörð.
Ásgeir Magnússon, markvörður 2. deildar liðs Hattar í knattspyrnu, vakti
mikla athygli á þriðjudag þegar hann kom inn á og varði vítaspyrnu í
sínum fyrsta leik með U-21 árs landsliði Íslendinga. Hann segir það hafa
verið mikilvæga reynslu að spila með Hattarliðinu í sumar.
Sópransöngkonan Rannveig Káradóttir og pínaóleikarinn Birna Hallgrímsdóttir halda tónleika í Egilsstaðakirkju í kvöld. Áherslan er á lög sem tengjast íslenskri náttúru en markmiðið er að sýna áhrif íslenskrar náttúru á tónskáld og textahöfunda.
Heimir Þorsteinsson, þjálfari Fjarðabyggðar, var súr í bragði eftir að
lið hans hafði tapað fyrir Hetti í Austfjarðaslagnum í annarri deild
karla í knattspyrnu í gærkvöld. Hann vildi samt ekki gera neitt meira úr
leiknum þótt um nágrannaslag toppliðanna hefði verið að ræða.