Blak: Tveir tapleikir um helgina
Bæði karla- og kvennalið Þróttar Fjarðabyggðar mættu Aftureldingu í Varmá um helgina í úrvalsdeildunum í blaki. Bæði liðin töpuðu sínum leikjum. Karlaleikurinn fór 3-1 fyrir Aftureldingu og kvennaleikurinn fór 3-0 fyrir Aftureldingu.
Blak: Tap á móti HK
Þróttur Fjarðabyggð mætti liði HK í gær í úrvalsdeild karla í blaki. Leikurinn fór fram á Digranesi og var mjög jafn þar sem liðin skiptust á stigum nær allan leikinn. Leikurinn endaði með 3-1 sigri HK.
Freyja Karín: draumurinn er að fara erlendis
Freyja Karín Þorvarðardóttir er ung og efnileg afrekskona í knattspyrnu frá Neskaupstað. Hún er 19 ára og spilar með Þrótti Reykjavík í Bestu deild kvenna. Freyja hefur einnig spilað með unglingalandsliðum og stundar nám við Flensborg í Hafnarfirði.
Bogfimi: Haraldur Íslandsmeistari á ný
Haraldur Gústafsson, úr SkAust, fór heim með tvo titla af Íslandsmótinu í sveigboga innanhúss sem haldið var um síðustu helgi.Man aldrei eftir að við höfum verið sóttir upp á skíðasvæði
Sævar Guðjónsson, leiðsögumaður hjá Ferðaþjónustunni Mjóeyri, hefur staðið á skíðum í um fjörutíu ár. Hann segir fá svæði jafnast á við Ísland þar sem hægt er að skíða frá fjallatoppum niður að sjávarmáli.Körfubolti: Leikurinn gegn toppliðinu tapaðist í þriðja leikhluta
Erfiður þriðji leikhluti varð Hetti að falli þegar liðið tapaði 81-90 fyrir Íslandsmeisturum Vals í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðin mættust á Egilsstöðum á sunnudagskvöld.Knattspyrna: KFA unnið fyrstu tvo leikina í Lengjubikarnum
Knattspyrnufélag Austfjarða hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í Lengjubikarnum þetta árið. Karlalið Hattar/Hugins er komið með sigur en kvennalið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis tapaði í fyrstu umferð.Blak: Kvennaliðið áfram í undanúrslit en karlarnir úr keppni
Tveir bikarleikir í blaki fóru fram um helgina þar sem lið Þróttar Fjarðabyggðar kepptu um sæti í undanúrslitum Kjörísbikarsins. Karlalið Þróttar keppti við KA og tapaði 3-1 og fer því ekki lengra í bikarkeppninni þetta árið. Kvennaliðið mætti liði Blakfélags Hafnarfjarðar, liði úr 2. deild, sem komst áfram í bikarnum. Þróttur vann öruggan sigur 0-3 og eru komnar áfram í undanúrslit bikarkeppninnar. Undanúrslitin og úrslitin fara fram á bikarhelgi Kjörísbikarsins 9.-12. Mars í Digranesi.