Karlalið Þróttar er úr leik í bikarkeppninni í blaki eftir að hafa tapað fyrir Stjörnunni í oddahrinu í Neskaupstað í gær. Þjálfari liðsins segir Þróttarliðið hafa skort sjálfstraust til að klára leikinn.
Mikael Máni Freysson úr Umf. Þristi varð um síðustu helgi Íslandsmeistari í þrístökki í flokki 18-19 ára pilta. Máni vann til tvennra annarra verðlauna en þau stóðu tæpt vegna mikilla tafa sem urðu á flugi.
Þróttur og HK unnu sinn leikinn hvort en liðin mættust í Mizuno-deild karla í blaki á Norðfirði um helgina. Höttur er skrefi frá því að tryggja sér sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir leiki helgarinnar.
„Mótið er alltaf haldið í mars, nálægt afmælisdegi Hennýjar, en hún æfði sund með Austra og var sterkur sundmaður, sérstaklega góð í sprettum með keppnisskapið á réttum stað,“ segir Páll Birgir Jónsson, stjórnarmaður í Austra, en Hennýjarmótið fór fram í sundlaug Eskifjarðar um liðna helgi.
Höttur er einum sigri frá því að tryggja sér sigur í fyrstu deild karla í körfuknattleik og sæti í úrvalsdeild að ári. Liðið vann Vestra í gær en keppinautarnir í Fjölni og Val klúðruðu sínum málum.
Daði Þór Jóhannsson úr Leikni Fáskrúðsfirði vann til gullverðlauna í hástökki á stórmóti ÍR um síðustu helgi. Hann jafnaði þar sinn besta árangur og lék eftir leik Gunnars á Hlíðarenda sem stökk hæð sína í fullum herklæðum.
Höttur tryggði sér sigur í fyrstu deild karla og þar með sæti í úrvalsdeild í þriðja skiptið í sögu félagsins með því að leggja Ármann að velli á föstudagskvöld. Þjálfarinn vonast til að halda þeim leikmönnum sem spilað hafa í vetur áfram.
Ester S. Sigurðardóttir hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA). Hún tekur við starfinu af Hildi Bergsdóttur sem hefur gegnt því frá haustinu 2010.
Höttur heldur enn efsta sætinu í fyrstu deild karla í körfuknattleik en forustan er ekki jafn afgerandi og hún var eftir tap fyrri Val 68-76 á Egilsstöðum í gærkvöldi. Bæði lið spiluðu frábæran varnarleik en breiddin skilaði gestunum sigri.