Bandý: Komum kaldir inn og fórum heitir út

Bandýsveit Fljótsdalshéraðs fagnaði sigri í B-deild Íslandsmótsins í bandý í síðasta móti vetrarins. Nokkrir leikmenn liðsins hafa vakið athygli þeirra sem halda utan um landsliðsúrvalið.

Lesa meira

„Svona stórir leikar útheimta vinnuafl allra“

„Andrésar andar leikarnir eru svo skemmtilegir að fólk sækir þá aftur og aftur, koma janfvel þó svo börnin séu orðin of gömul til að taka þátt, bara til þess að upplifa stemmninguna,“ segir Björgvin Hjörleifsson, þjálfari alpagreina hjá Skíðafélagi Fjarðabyggðar, en leikarnir voru haldnir á Akureyri um liðna helgi.

Lesa meira

„Þetta er fjandans Iron man“

„Við lýstum sérstaklega aðkomu íþrótta- og ungmennahreyfingarinnar og þótti þeim einkar áhugavert að heyra hvernig Unglingalandsmót UMFÍ var í upphafi sett til höfuðs helstu drykkjuhátíðarhelgi á Íslandi þar sem mikil og hörð unglingadrykkja hafði tíðkast lengi,“ segir Hildur Bergsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri UÍA, en forsvarsmenn félagsins sátu fyrir svörum um árangur Íslendinga í forvarnarmálum á fundi í Írlandi fyrir stuttu.

Lesa meira

„Jafn líklegt að hún myndi ganga í UÍA og ég í HSK“

Ásmundur Hálfdán Ásmundsson frá UÍA varði um helgina titil sinn sem Glímukóngur Íslands með því að sigra keppnina um Grettisbeltið á Íslandsglímunni sem fram fór í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi.

Lesa meira

„Þetta mál þarf að líta alvarlegum augum“

„Þessum æfingum er almennt ábótavant og staðan er hvorki betri eða verri á landsbyggðinni eða á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Eva Hafdís Ásgrímsdóttir, íþróttafræðingur og fyrrverandi leikmaður meistaraflokks kvenna Fjarðabyggðar í knattspyrnu, en hún skrifaði grein á Fótbolti.net um tíð krossbandaslit kynsystra sinna.

Lesa meira

„Þetta var svolítið poppað“

„Við erum í það minnsta fámennasti skólinn sem tók þátt í riðlinum, þannig að þetta er alveg frábært,“ segir Stefanía Malen Stefánsdóttir, skólastjóri Brúarásskóla, um sigur skólans í Austurlandsriðil í Skólahreysti og verður skólinn fulltrúi Austurlands í lokakeppninni sem verður í Laugardalshöllinni þann 26. apríl.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.