„Árangurinn hjá okkur hefur verið mjög góður“

„Fyrir mér þá er að skjóta boga eins og hugleiðsla, maður fer inn í sjálfan sig,“ segir Haraldur Gústafsson bogfimiþjálfari og upphafsmaður bogfimideildar innan Skotfélags Austurlands. Að austan heimsótti Harald og hópinn hans fyrir stuttu.

Lesa meira

Viðar Jónsson: Auðvitað er KR miklu betra lið en Leiknir Fáskrúðsfirði

Viðar Jónsson, þjálfari Leiknis Fáskrúðsfirði, viðurkenndi að mikill munur væri á liði hans úr fyrstu deildinni og úrvalsdeildarliði KR eftir 1-4 sigur hins síðarnefnda í leik liðanna í 32ja liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu í kvöld. Hann hefði hins vegar viljað minni mun.

Lesa meira

KR of stór biti fyrir Leikni – Myndir

Leiknir er úr leik í bikarkeppni karla eftir 1-4 tap fyrir KR í Fjarðabyggðarhöllinni í kvöld. Gestirnir úr Vesturbænum náðu tökum á leiknum með marki snemma en Fáskrúðsfirðingar hættu aldrei og uppskáru mark.

Lesa meira

Tvö frá Þrótti valin í úrvalslið ársins í blaki

María Rún Karlsdóttir og Jorge Emanuel Castano úr Þrótti Neskaupstað voru valin í úrvalslið ársins í úrvalsdeildum karla og kvenna í blaki. Tveir leikmenn Þróttar voru meðal þeirra stigahæstu í vetur.

Lesa meira

„Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi“

„Þetta leggst ótrúlega vel í mig og það er gaman að fá að vera hluti af svona stóru verkefni,“ segir Margrét Sigríður Árnadóttir sem hefur verið ráðin verkefnastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ á Egilsstöðum í sumar.

Lesa meira

Fótbolti: Einherji byrjar vel

Einherji frá Vopnafirði er í efsta sæti þriðju deildar karla í knattspyrnu eftir fyrstu umferð deildarinnar um helgina. Austfirsku kvennaliðin gerðu jafntefli í Austfjarðaslag helgarinnar.

Lesa meira

Viðar Örn valinn þjálfari ársins

Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var valinn þjálfari ársins í fyrstu deild karla í körfuknattleik. Tveir leikmenn liðsins komust í úrvalslið deildarinnar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.