Egilsstaðabúinn Ólafur Bragi Jónsson varð í dag heimsmeistari í torfæruakstri en keppnin fór fram í Noregi. Hann segir árangurinn hvað mest aðstoðarmönnunum að þakka.
Átta ungir íþróttamenn, fjórir þjálfarar og tvö félög fengu nýverið samtals 760.000 krónur þegar úthlutað var úr Spretti – styrktarsjóði Fjarðaáls og UÍA. Fjarðaál hefur aukið framlag sitt í sjóðinn.
Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir hefur ákveðið að snúa aftur til Þróttar Neskaupstaðar eftir fimm ára feril í Evrópu sem atvinnumaður í blaki. Leikmannamál Þróttar fyrir komandi keppnistímabil eru að komast á hreint.
Þegar að flautað var til leiks Hattar og Sindra í dag var ljóst að ekkert minna en sigur myndi duga Hetti til að halda sér á lífi í annarri deild. Fjögur stig voru í næsta lið og fylgdust aðdáendur Hattar með stöðu Ægis og HK sem fór fram á sama tíma en það voru Þorlákshafnarbúar sem voru með tuttugu stig á meðan að Höttur sat í næst neðsta sæti með sextán.
Höttur vann sinn fyrsta leik í sumar þegar liðið lagði Hamar í Hvergerði í botnslag í annarri deild karla með marki í blálokin. Leikurinn kann að hafa orðið báðum liðum að falli. Einherji tryggði sér efsta sætið í sínum riðli í fjórðu deild karla með því að bursta Ými 9-1. Sigurður Donys Sigurðson skoraði þar fjögur mörk.
Það þykir jafn eðlilegt að spilaður sé fótbolti í Neskaupstað eins og að sólin komi upp. Á Neistaflugi var engin undantekning á því en þá fór fram í fyrsta skiptið fótboltamót á milli hverfa.
UMF Máni úr Nesjum í Hornafirði fór með sigur af hólmi í bikarkeppni UÍA og Launafls í knattspyrnu eftir 5-4 sigur á Spyrni í framlengdum úrslitaleik á Djúpavogi í gær. Félagið hefur ekki áður unnið bikarinn.