Trunt trunt og tröllin í fjöllunum

stefan bogi mai2012 webÞað er vel þekkt í heimi sveitarstjórna að mætustu sveitarstjórnarmenn geta verið fljótir að gleyma fortíð sinni þegar sá dagur kemur að þeir fara yfir um, skipta um lið, fara yfir móðuna miklu, eða hvað annað sem menn í hálfkæringi kalla það þegar sveitarstjórnarmaður sest á Alþingi. Stundum er talað um að menn gangi í björg og er þá vísað til þjóðsagnaminna um menn og konur sem hurfu til fjalla til sambýlis við huldufólk og vætti eða tóku trúna á trunt trunt og tröllin í fjöllunum eins og segir í sögunni. Urðu það oft hin verstu flögð og fordæður sem þannig háttaði um.

Lesa meira

Hlaðspretturinn, skiptir hann máli?

stefan thorarinsson 0010 webVænta má að fleiri en ég hafi orðið hugsi í byrjunar vikunnar eftir að hafa hlustað á umræður í RÚV um framtíð Reykjavíkurflugvallar. 

Bakgrunnur þeirrar umfjöllunar eru þau áform stjórnenda Reykjavíkurborgar að láta flugvöllinn í Vatnsmýrinni víkja fyrir byggð á næsta áratug og undirskriftasöfnun sem fengið hefur um 60.000 undirskriftir gegn þeim áformum.

Lesa meira

„Slagsmál, ríðingar, fyllerí“

gunnarg april1306Þeir voru eflaust margir sem skemmtu sér yfir heilastoppi Mikaels Torfasonar, ritstjóra 365 miðla, í morgun þegar hann skrifaði í leiðara Fréttablaðsins að tónlistarhátíðin Bræðslan væri haldin á Egilsstöðum. Einhver kann að segja að þar hafi komið vel á vondan því blaðið hefur ekki verið þekkt fyrir að þjónusta landsbyggðina. Þvert á móti þurfa áhugasamir lesendur hér að kaupa blaðið á „kostnaðarverði.“ (Að því er virðist hlýst enginn kostnaður af því að vera með blaðburðarfólk í næturvinnu á Höfuðborgarsvæðinu).

Lesa meira

Smá meira tilfinningaklám!

Þorkell Ásgeir JóhannssonSenn líður að lokun undirskriftarsönunar á vefsíðunni lending.is, þar sem skrifað er undir kröfu um að landsmenn fái að halda óskertri flugstarfsemi í Vatnsmýrinni um ókomna tíð. Tilefnið er sú ætlan borgaryfirvalda að svipta okkur þessari perlu sem Reykjavíkurflugvöllur er, sbr nýtt aðalskipulag borgarinnar sem nú er í auglýsingaferli. Þar með rofnar sú tenging við alla kjarna stjórnsýslu, menningar og heilbrigðisþjónustu, sem flugvöllurinn hefur veitt okkur og gert kleift að sækja hvaðanæva af landinu með stuttum fyrirvara og jafnvel skila okkur heim aftur samdægurs. Þetta hefur sérstaka þýðingu fyrir sjúkraflugsþjónustuna sem sér til þess að þeir sem verða fyrir því óláni að veikjast illa eða slasast fjarri borginni, komist til þeirrar sértæku læknismeðferðar sem á þarf að halda, í tæka tíð. Og þar sem þessi þáttur í umræðunni, sjúkraflugið, er sá hverfipunktur sem engin fjárhagsleg rök vinna á, þá hafa flugvallarandstæðingar tekið sig til og ráðist að einmitt þessum þætti. Tökum nokkur dæmi:

Lesa meira

Sumarið sem gleymdi Íslandi

elin karadottirEða hvað? Gleymdi sumarið Íslandi?

Eitt er víst að sumarið gleymdi ekki mér og vinum mínum sem eyddu sumrinu á besta stað landsins – á landsbyggðinni.

Lesa meira

Flóttinn

unnur mjoll jonsdottirÉg var eitt sinn á kvöldgöngu á björtu sumarkvöldi. Það var hlýtt í veðri og ég var léttklæddur, í bláum vindjakka og gallabuxum. Ég var búin að labba í nokkra stund, þegar ég sé konu. Ég var ekki viss á hvaða aldri hún væri, en hún var ein svo ég býð gott kvöld og hún svarar mér sömuleiðis, og ég spyr hana hvert hún sé að fara og hún svarar mér því að hún ætli á lítinn bar sem sé rétt handan við hornið og ég spyr hana hvort það sé í lagi að ég komi með henni og hún svarar játandi.

Lesa meira

Hvað er til ráða?

hakon hansson sept13Í vikunni birtist grein Kára Stefánssonar í Mogganum og hefur orðið talsverð umræða um hana. Greinin er beitt og ekki skafið utan af hlutunum og að mörgu leyti tímabært að áhrifamenn tali svona opinskátt um vandamálin. Ég er þó ekki sammála öllu sem Kári segir. Sem þjóð verðum við líka að leggja fé í menningu og listir, þar með taldar byggingar. Harpa og Hof á Akureyri eru menningarverðmæti, sem eiga eftir að færa íslenskri þjóð mikla ánægju og gleði. 

Lesa meira

Plönturnar í glugganum

sigrun halla webÉg byrjaði að rækta kryddjurtir og tómata í vor. Eitt leiddi af öðru og þessi ræktun mín var allt í einu komin algjörlega úr böndunum. Allir gluggar eru orðnir yfirfullir af blómapottum og ég er sífellt að vökva og sjá til þess að allir pottarnir fái nú nægilega mikið sólarljós. Mér finnst ég þurfa að afsaka mig við þá gesti sem koma á heimilið, eða allavega útskýra að ég sé alveg ennþá með öllu mjalla þó ég sjái ekki útum gluggana fyrir rósmarín og myntu.

Lesa meira

Ömurlegt sumar! ... eða hvað?

hrafnkell larusson headshotEitt er það umræðuefni sem allir Íslendingar, sem komnir eru til vits og ára, hafa skoðanir á og tjá sig um reglulega. Ég er hvorki að tala um sjónvarpsdagskrána né stjórnvöld heldur um íslenska veðráttu. Hún er jafn sveiflukennd og margbreytileg og lundarfar landsmanna og getur stundum kúvent ítrekað innan sama dags. Við höfum sífellt væntingar til veðurfarsins, bæði næstu daga og komandi árstíða, óskum okkur t.d. snjóléttra vetra eða hlýrra og bjartra vora. 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar