Viljum við hafa eigin rödd?
Það er einn mælikvarða á heilbrigði lýðræðis í samfélögum, fámennum jafnt sem fjölmennum, hversu frjálsir fjölmiðlar sem þar starfa eru. Það er vel þekkt að þar sem lýðræði stendur veikum fótum (eða er ekki til staðar) eru fjölmiðlar háðir valdhöfum eða öðrum sterkum hagsmunaaðilum sem nota þá til að styrkja og efla eigin valdastöðu. Ágengni valdamikilla aðila gagnvart fjölmiðlum er líka vel þekkt í lýðræðissamfélögum. Slíkt er þó oftast falið eða gerist með lítt áberandi hætti, t.d. með því að þrengt er að fjölmiðlunum fjárhagslega eða með beinum og óbeinum ógnunum. En nóg um það – að sinni.Brunavarnir um jól og áramót
Það er mikilvægt að fara varlega með eld og rafmagnstæki með tilliti til brunahættu. Og aldrei mikilvægara en á aðventunni þegar meira er um kertaljós og ýmis skrautljós á heimilum og vinnustöðum. Að ekki sé talað um flugelda og blys um áramót og á þrettándanum.Af varðhundum, smiðum og málpípugerð
Eitt mikilvægasta hlutverk frjálsra fjölmiðla er aðhaldshlutverk gagnvart ráðandi aðilum í samfélaginu, þeim sem fara með völd hvort sem þeir eru til þess kjörnir eða hafa öðlast valdastöðu sína með öðrum hætti. Þeim sem með orðum sínum og gjörðum hafa meiri áhrif á líf annarra en hinn almenni borgari.Bestu plötur ársins 2013
Árið hefur verið viðburðaríkt hjá austfirska trommaranum Kristni Snæ Agnarssyni. Hann gekk í byrjun árs til liðs við hljómsveit John Grant og hefur verið á ferðalagi með honum vítt og breitt um heiminn síðan í mars.
100 ára saga KHB: Hversdagslíf í spéspegli
Í fórum ritara 100 ára sögu Kaupfélags Héraðsbúa kom í ljós samantekt um daglegt líf í Kaupfélagi Héraðsbúa á Egilsstöðum. Þetta afrit er ódagsett en ber með sér að það er skrifað fyrir aldarfjórðungi og flutt á árshátíð starfsmanna félagsins, væntanlega á 75 ára afmæli þess árið 1984. Brugðið er upp mynd af daglegu lífi í fyrirtækjum félagsins á Egilsstöðum í spéspegli sem hér er birt lítið eitt lagfærð og stytt:Nýbúinn – Íbúinn: Janúar
Nú kom að því! Hvanneyringurinn, borinn og barnfæddur, ákvað að skipta um umhverfi. Sótti um vinnu og fékk, með aðsetur á Egilsstöðum, og hóf störf nú í byrjun árs. Fljótlega eftir að vilyrði fékkst fyrir starfinu sl. haust fór ég að leita að húsnæði. Ekki var hlaupið að því. Ekkert á leigu frá Íbúðarlánasjóði þó fjölmargar íbúðir væru þá á eignalista þeirra. Svörin frá starfsmanni sjóðsins voru: ,,Ég veit því miður ekki hvenær þær verða tilbúnar þar sem verið er að bíða eftir varahlutum í þær sem gæti tekið einhvern tíma."Austfirskur fréttaannáll 2013
Segja má að skin og skýrir, eða öllu heldur glaðasólskin og snjókoma hafi skipst á í fréttum af Austurlandi árið 2013. Sumarið var einstaklega gott en inn á milli komu miklir ófærðarkaflar.Við dyrnar: Hugleiðing á aðventu
Eitt af því sem einkennir jólin er það, að víða er barið að dyrum.Við förum í heimsóknir til ættingja vina, knýjum dyra og það verða fagnaðarfundir, gjarnan yfir indælum kvöldverði. Einn af ritningartextum aðventunnar í kirkjunni dregur einmitt upp mynd af dyrum, sem Jesús knýr á og biður um inngöngu. Þetta eru hvorki meira né minna en dyrnar að okkar lífi og hjarta. Þennan texta er að finna í Opinberunarbókinni og þar segir: „Sjá, ég stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun ég fara inn til hans og neyta kvöldverðar með honum og hann með mér" (Opb. 3.20).