Austurland er með'etta
Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir: Mínar áherslur
Öflugt atvinnulíf er undirstaða velferðar
Austurland er með'etta
„Ég get ekki beðið eftir að flytja aftur heim!“ „ég get ekki beðið eftir að koma aftur í heimsókn,“ og „ég er ástfangin af Austurlandi“ eru þær tilvitnanir sem voru hvað háværastar við lok ráðstefnunnar Make It Happen sem fram fór dagana 25-27 september. Ráðstefnan var haldin í tilefni af 10 ára afmæli Menningarráðs Austurlands, samstarfi við Vesterålen í norður Noregi og sem hluti af Leonardo Evrópuverkefni Þorpsins, Creative Communities.
Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir: Mínar áherslur
Ég er í prófkjöri, býð mig fram í 4 – 6 sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Segja má að ég sé austfirskur Akureyringur. Fædd og uppalin í Bakkafirði, ættuð að austan, hef búið á Akureyri í 10 ár. Ég er móðir tveggja barna. Lærður sjúkraliði, með BA próf í sálfræði og kennsluréttindi. Starfa sem kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri, á sæti í samfélags- og mannréttindanefnd, og er fulltrúi Samtaka í stýrihóp um innleiðingu aðalnámskrár að skólanámskrám grunnskóla Akureyrar.
Ein þjóð í einu landi
Eric Green: Við veitum Austurlandi sérstaka athygli út af Alcoa
Varasendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Eric Green, segir sendiráðið fylgjast sérstaklega með þróun mála á Austurlandi því það geymi stærstu fjárfestingu bandarísks fyrirtækis á Íslandi, álver Alcoa. Hann fylgist eins og aðrir landar hans hérlendis með bandarísku forsetakosningunum en má ekki gefa upp hvern hann styður.
Austurfrétt settist niður með Green þegar hann var hér á ferðinni fyrir skemmstu og ræddi við hann um samvinnu á Norðurslóðum, samband Íslands og Bandaríkjanna og hvernig það var að vera í bandaríska sendiráðinu í Moskvu þegar kommúnistastjórnin féll fyrir tuttugu árum.