Hugvekja og annáll Krabbameinsfélags Austfjarða
Krabbameinsfélag Austfjarða var með markmið á árinu og eitt þeirra var að vera sýnilegra og koma meira í umræðuna því sem við höfum uppá að bjóða. Við fórum í samstarf við sálfræðinga og fjölskylduráðgjafa sem við bjóðum okkar fólki upp á að kostnaðarlausu. Við fórum í að útbúa einblöðung til að dreifa á allar heilsugæslustöðvar á okkar svæði um hvað við bjóðum upp á.Eyjólfshakkið
Örlagasaga. Jólin 2019Þegar ég var við nám í Reykjavík, fyrir mörgum árum síðan, bárust mér reglulega litlir glærir pokar fullir af hakki. Þeir voru látlausir, ómerktir og varð ekki ráðið af þeim hver sendandi var. Það var rækilega hnýtt fyrir enda pokanna til að fyrirbyggja skemmdir hakksins. Öll handbrögð voru til marks um vandvirkni og einlæga virðingu fyrir hakkinu. Ég vissi fyrir víst að faðir minn stóð að baki þessum sendingum. Að öðru leyti var mér ekki kunnugt um uppruna, tilurð eða framleiðslu hakksins. Var hakkið nefnt Eyjólfshakkið eða Örlagahakkið.