Tinna Rut Guðmundsdóttir frá Reyðarfirði hefur í rúman áratug barist við áströskun. Hún skrásetti baráttusögu sína til birtingar meðal annars í von um að hún geti hjálpað öðrum.
Ekki láta plata ykkur, ljúga að ykkur, og síst af fólki sem þekkir til.
Eitt af því besta og næstum því gáfulegasta sem gert hefur verið í menntamálum í landinu á liðnum árum var að opna verknámsfólki og öðru fólki leið inn í frekara nám, þegar fólk hafði mögulega hlaupið af sér hornin. Nú hefur verið ákveðið að skrúfa fyrir það.
Höfundur: Guðbjörg Gunnarsdóttir og Þorbjörg Garðarsdóttir • Skrifað: .
Alþjóðadagur fatlaðs fólks hefur verið haldinn 3. desember ár hvert frá árinu 1981 sem var alþjóðlegt ár fatlaðs fólks hjá Sameinuðu þjóðunum. Markmið með Alþjóðadeginum er að auka skilning á málefnum fatlaðs fólks, réttindum þess, velferð og baráttu fyrir fullri þátttöku í samfélaginu.
Oft á tíðum finnst mér umræðan um líkamsrækt vera afbökuð. Það er alltof algengt að við tengjum líkamsrækt við útlit, að það sé það sem mestu máli skiptir. Að sama skapi finnst mér oft fólk kenna markaðshyggjunni um það hvernig ástandið er, við ásökum heilsumarkaðinn fyrir það hversu illa okkur líður í eigin líkama.
Elsti hópur fimleikadeildar Hattar sem keppir bæði á Íslandsmóti og í deildarkeppni Fimleikasambands Íslands missir 22 tíma af undirbúningstímabili sínu fyrir fyrsta mót vetrarins eða þrjár vikur miðað við að sé æft þrisvar sinnum í viku.
Höfundur: Sigríður Lára Sigurjónsdóttir • Skrifað: .
Um helgina var hin árlega höfundalest á Austurlandi og hélt upplestra á nokkrum stöðum. Þeir sem mættu fengu að heyra upplestrana. Enginn fær að heyra viðtöl við þá Að því tilefni. Hrönn Jónsdóttir á Djúpavogi sendi frá út bókina Árdagsblik. Um hana veit ég ekkert nema nafnið. Sennilega eru tónleikar og aðventukvöld í öllum kirkjum núna á aðventunni. Ég sé að það var kveikt á jólatrénu við kaupfélagið um helgina. Og ég held það hafi verið Grýlugleði á Skriðuklaustri. En ég veit svo sem ekkert um þetta.
Höfundur: Stjórn körfuknattleiksdeildar Hattar • Skrifað: .
Tilefni þessa bréfs er grein eftir yfirþjálfara fimleikadeildar Hattar sem birtist á Austurfrétt á dögunum. Með þessari grein langar okkur að leiðrétta þær rangfærslur og ásakanir sem þjálfarinn setur fram og einnig að skýra frá okkar hlið á málinu.
Í frumvarpi til laga er nú lagt til að skipulagsvald á Reykjavíkurflugvelli verði fært frá Reykjavíkurborg til Alþingis. Þetta er nokkuð róttæk hugmynd, enda mætti á grundvelli sjónarmiða sem liggja að baki frumvarpinu færa rök fyrir að skipulagsvald ætti að vera hjá ríkinu á mun fleiri svæðum. Það væri varhugaverð þróun. Málið kallar á skoðun á réttindum og skyldum sem fylgja skipulagsvaldi og hvaða takmörkum það sætir.
Höfundur: Gullveig Ösp Magnadóttir og Marsibil Anna Jóhannsdóttir • Skrifað: .
Í Háskólanum á Akureyri (HA) er kennd fræðigrein sem nefnist iðjuþjálfunarfræði. Við, Gullveig og Marsibil erum báðar á lokaári í því námi. Þessi grein er liður í verkefni sem nemendum var falið til þess að markaðssetja fagið. Ætlunin er að fræða lesendur örlítið um iðjuþjálfun.