Nýbúinn – apríl
Einhverra hluta vegna svaraði enginn lesandi Austurfréttar spurningu minni um hvað fólk geri sér til skemmtunar eftir þorrablótstímann. Ég hef því legið yfir blöðum, litið á auglýsingar í verslunum og spurt hina og þessa. Aftur á móti komst ég að svolitlu án þess að hafa mikið fyrir því. Þannig var að ég fékk tölvupóst. Bréfið innihélt spurningu, hefur þú áhuga á að mæta á bændafund? Jú, ég svaraði að það gæti verið áhugavert en gaman væri að vita hvar og hvenær hann yrði.Heill heilsu: Ertu með verki í baki?
Talið er að fimmtungur fullorðinna Íslendinga þjáist af langvinnum verkjum. Þar af er algengi bakverkja rúm 16%. Verkir í mjóbaki eru önnur algengasta ástæða örorku hjá einstaklingum 45 ára og eldri í Evrópu.Annað opið bréf til bæjarstjórnar Fjarðabyggðar
Sæll Jens GarðarÞú hefur kvartað yfir því að einhverjir netverjar séu með dylgjur og óhróður um íbúa Fjarðabyggðar, vegna umræðna um hafnaraðstöðu fyrir ferjuna Norrænu, og bent mönnum á að snúa sér beint til þín. Þó ég taki þessa kvörtun ekki til mín tek ég þig samt á orðinu, og ávarpa þig sem fulltrúa bæjaryfirvalda í Fjarðabyggð. Allt sem hér er sagt er þó ætlað bæjarstjórninni allri. Þið berið pólitíska og samfélagslega ábyrgð á þessu máli. Hins vegar vona ég að sem flestir íbúar Fjarðarbyggðar lesi það sem hér er sagt, og leggi sitt sjálfstæða mat á það.
Rangfærslur í garð Seyðfirðinga og þingmanna Norðausturkjördæmis
Á vefmiðlinum austurfrett.is var í gær eftirfarandi haft eftir Jens Garðari Helgasyni, formanni bæjarráðs Fjarðabyggðar:„Mér skilst að Seyðfirðingar hafi fengið þingmenn kjördæmisins til að lýsa því yfir að þeir styðji ekki fjárveitingu til uppbyggingar ferjuaðstöðu í Fjarðabyggð," segir Jens sem telur þá yfirlýsingu hafa verið „skrýtinn gjörning" bæði af hálfu bæjarstjórnar Seyðisfjarðar og þingmannanna og aftur ranga forgangsröðun af hálfu þeirra fyrrnefndu.
Opið bréf til þingmanna og ráðherra um stöðu Norrænu
Háttvirtur forsætisráðherra, ráðherrar og þingmenn.Vegna umræðu á háttvirtu Alþingi föstudaginn 4 apríl, um vanda nokkurra sjávarbyggða viljum við undirrituð benda ykkur háttvirtum ráðherrum og þingmönnum á að ekki síður alvarlegt ástand er við það að skapast hér á Seyðisfirði ef ekki verður gripið inn í af hálfu stjórnvalda.