Skapaðu þér sérstöðu og vertu stoltur af henni
Þjónusta er óáþreifanleg vara sem ekki er hægt að eiga en kemur viðskiptavini engu að síður til góða og fær hann til að tala vel um þig og koma aftur.Tíu bestu pólitísku gjörðir ársins
Austurfrétt fékk hóp sérfræðinga og áhugamanna til að leggjast yfir helstu aðgerðir stjórnmálamanna árið 2013 og velja þær bestu og verstu. Hér koma þær sem við teljum hafa verið þær bestu.Hugleiðing um hamfarabakkelsi, hugsanafrelsi og hefðbundnar staðalímyndir kvenna
Ég heiti Hildur, ég er hamfarakokkur!Ég sker mig þannig illilega frá hefðbundnum kvenstaðalímyndum formæðra minn. Mig skortir nefnilega nánast alla þá natni, þolinmæði og vinnugleði sem þarf til að galdra fram kræsingar, á þann hátt sem formæður mínar langt aftur í ættir báru fram, geislandi í útsaumuðum kniplingasvuntum, í eldhúsum sem voru álíka geislandi og þar að auki með handbróderuðum gardínuköppum.
Konur til forystu
Margir hafa á síðustu vikum veitt slagorðinu „Konur til forystu" athygli á samskiptamiðlum, sem og öðrum miðlum. Slagorðinu er ætlað að hvetja þá sem standa að framboðum til sveitarstjórnarkosninga til að skipa konur í forystusæti til jafns á við karla. Slagorðið á svo að sjálfsögðu við á fleiri sviðum, eins og í atvinnulífinu. Á öðrum sviðum þurfa karlar hins vegar hvatningu til dáða en geymum það að sinni.Áramótamarkmiðin
Núna í byrjun árs var ég að hangsa á Facebook, eins og svo oft áður. Þá birtist skyndilega uppfærsla frá frænku minni í í Reykjavík. Þetta var færsla í 50 liðum þar sem þessi ofurfrænka (allavega á Facebook!) setti sér markmið fyrir árið 2014.Fimmtíu markmið...ég hélt að kerlan væri orðin alveg rugluð, en þegar ég las yfir listann varð ég frekar hrifin. Og eftir því sem ég las hann yfir oftar, þeim mun heillaðri varð ég af þessari hugmynd.