Er stytting náms byggðamál?
Eftir að hafa hlustað á Illuga Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra í viðtali á Bylgjunni fyrir skömmu, er ég mjög hugsi yfir orðum háttvirts menntamálaráðherra um kjaramál framhaldsskólakennara.Eitt er víst að hann þarf að kynna sér betur málefni landsbyggðanna og vinna þarf miklu betur í málefnum um styttingu framhaldsskólans.