Nýr Austurgluggi

Að vanda er margt forvitnilegt í fréttablaði Austurlands. Má þar nefna viðtal við Tinnu Halldórsdóttur um niðurstöður rannsóknar hennar á hag austfirskra kvenna og afrakstri þeirra á uppgangstímanum kringum virkjunar- og stóriðjuframkvæmdir og viðtal við ungan Austfirðing, Birnu Pétursdóttir, sem er að stíga sín fyrstu skref í virtum leiklistarskóla á Bretlandseyjum. Hákon Viðarsson, starfsmannstjóri Síldarvinnslunnar gefur fínar uppskriftir fyrir helgina og sagt er í máli og myndum frá skemmtilegum göngudegi á Fáskrúðsfirði. Austurglugginn fæst á betri blaðsölustöðum.

feminist.jpg

Nýr Austurgluggi

Í Austurglugga vikunnar er fjallað nánar um tímamótaákvörðun austfirskra sveitarfélaga um að stefna að heildarsameiningu og kynnt fjögur af um 60 verkefnum Vaxtarsamnings Austurlands; kurlkyndistöð í Hallormsstað, Austfirskar krásir, efling lífrænnar framleiðslu og vetrarferðaþjónusta. Rannveig Þórhallsdóttir ritar minningarorð um Önnu á Hesteyri og Hjörleifur Guttormsson um Eggert Brekkan. Þá er fjallað um nýsköpunarkeppni grunnskóla og um kórsöng sem grætir jafnvel hörðustu nagla. Þetta og margt fleira í Austurglugganum í dag. Áskriftasími Austurgluggans er 477-1571.

allir_lesa_austurgluggann3.jpg

Aðalfundur SSA á morgun og laugardag

Samband sveitarfélaga á Austurlandi heldur 43. aðalfund sinn á Seyðisfirði á morgun og laugardag. Helstu viðfangsefni fundarins eru væntanlegar breytingar á starfi sambandsins og sóknaráætlun fyrir Austurland. Sjá meðfylgjandi dagskrá.

ssa.jpg

Lesa meira

Gönguleiðir makríls rannsakaðar

Fjögur íslensk tog- og nótaskip hafa undanfarna daga tekið þátt í makrílrannsóknum fyrir Austur- og Suðausturlandi sem skipulagðar eru af Hafrannsóknastofnun. Meðal skipanna er Ingunn AK, sem HB Grandi gerir út, og lauk skipið yfirferð sinni í nótt sem leið að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, deildarstjóra uppsjávarsviðs HB Granda.

makrill.jpg

Lesa meira

Austurland verði eitt sveitarfélag

Þau miklu tímamót urðu í austfirsku sveitastjórnasamstarfi í dag að aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) samþykkti að vinna að því að Austurland, þ.e. svæðið frá Vopnafjarðarhreppi til Djúpavogshrepps yrði eitt sveitarfélag. Tillagan var samþykkt samhljóða. Þetta er tímamótaverkefni sem á sér ekki hliðstæðu á Íslandi.

ssa.jpg

Lesa meira

Nýsköpunarmiðstöð opnar á Austurlandi

Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur opnað starfsstöð í Miðvangi 2 - 4 á Egilsstöðum sem ætlað er að efla nýsköpun og styðja við atvinnulíf allt frá Vopnafirði til Djúpavogs. Í tilefni af því verður opið hús í Kaffihúsinu á Eskifirði 29. september frá kl 12:00 - 13:30 þar sem kynnt verður starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar.

nsk0punarmist.jpg

Lesa meira

Unnið að samþykkt erlendra krafna

Vel hefur gengið að fá innlenda kröfuhafa til að samþykkja kröfur lífeyrissjóðsins Stapa í bú Straums Burðaráss. Unnið er að því að fá samþykki erlendra kröfuhafa.

 

Lesa meira

Nýr Austurgluggi

Í fréttablaði Austfirðinga er þessa vikuna m.a. fjallað um þær breytingar sem í vændum eru hjá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi, en aðalfundur samtakanna stendur nú á Seyðsfirði. Skoðað er hvað Vísindagarðurinn snýst um, sagt frá nýrri bók sem gefin var út í tilefni af sjötíu og fimm ára afmæli Vilhjálms Einarssonar silfurmanns og birtar fleiri spurningar til bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs um aðskiljanleg málefni. Austurglugginn fæst á betri blaðsölustöðum.

stormur.jpg

Verri þeirra vinskapur ?

Sigurður Ragnarsson framkvæmdastjóri skrifar:  

Nú er haustið að ganga í garð og ef ekki á að verða mjög harður vetur í þjóðfélaginu þá þarf stórhuga aðgerðir. Nú fer Icesave-málum vonandi að linna svo hægt verði að fara að slá skjaldborg um heimilin og fyrirtækin í landinu, svo notaðir séu þekktir frasar. Það er þannig að ef ekki fara að sjást stórtækar aðgerðir verður bylting í þessu landi, mun meiri og öfgafyllri en sú sem átti sér stað fyrr á árinu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar