Stærsta leiklistarhátíð Íslands

Þjóðleikur, stærsta leiklistarhátíð sem haldin hefur verið á Íslandi, opnar á morgun á Egilsstöðum. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson hefur boðað komu sína og hyggst sækja leiksýningar morgundagsins. Katrín Jakobsdóttir, ráðherra menntamála, verður jafnframt viðstödd hina formlega opnun á morgun og sækir sýningar.

 jleikurvefur.jpg

Lesa meira

Eitt hundrað milljónum úthlutað til ferðaþjónustu

 

Eitt hundrað milljónum króna hefur verið úthlutað til fjörtíu ferðaþjónustuverkefna um allt land samkvæmt vef iðnaðarráðuneytisins. Alls bárust 210 umsóknir um styrkina. Styrkir til menningar- og heilsuferðaþjónustu eru áberandi en einnig til náttúruskoðunar ýmiss konar. Styrkirnir eru fjármagnaðir af byggðaáætlun og er ætlað að renna frekari stoðum undir uppbyggingu atvinnugreinarinnar á landsbyggðinni.

 

 

 

Lesa meira

Fjarðabyggð efst í deildarbikarnum

Fjarðabyggð er efst í B riðli 2. deildar karla í Lengjubikarnum, svokölluðum Austurlandsriðli. Höttur er í 2. sæti og á leik til góða.

 

Lesa meira

Fullveldi eða nýlenda?

Þorkell Ásgeir Jóhannsson skrifar:   Það tók okkur aldir að verða sjálfstæð á nýjan leik. Síðan tók við áratuga löng barátta til að öðlast yfirráð yfir auðlindunum umhverfis landið, barátta sem kostaði bein átök við viss herveldi í Evrópu, en þau nutu þar beinlínis fulltingis Evrópubandalagsins, sem nú er Evrópusambandið.

Lesa meira

Týr kemur á Eskifjörð í fyrramálið

Rúmlega 109 kíló af fíkniefnum voru haldlögð af lögreglu í stóra smyglmálinu. Um er að ræða marijúana, hass, amfetamín og nokkur þúsund e-töflur. Fimm Íslendingar og einn Hollendingur hafa verið handteknir í tengslum við málið. Þetta er eitt alstærsta fíkniefnamál sem komið hefur upp á Íslandi. Reiknað er með að varðskipið Týr komi með smyglskútuna í höfn á Eskifirði í fyrramálið.

tr_r_myndasafni_gslunnar.jpg

Deilt um loftnet og rafmengun

Áhrif fjarskiptamastra á Selhæð og Brúarásskóla og rafmengun í fjárhúsum hefur talsvert verið rædd á Fljótsdalshéraði undanfarna mánuði.

 

Lesa meira

108 blaklið mæta til leiks 30. apríl

34. Öldungamót Blaksambands Íslands verður haldið á  Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði dagana 30. apríl – 2. maí 2009.  Mótið hefur einungis verið haldið tvívegis á Austurlandi og þá í bæði skiptin á Neskaupstað árið 1999 og 2003. 108 lið mæta til leiks og eykst íbúafjöldi svæðisins um allt að þúsund manns þessa helgi.

oldungamot_banner.jpg

Lesa meira

Helgi kjörinn í stjórn ÍSÍ

Helgi Sigurðsson, formaður íþróttafélagsins Hattar, var í gær kjörinn í stjórn Íþrótta- og ólympíusambands Íslands á Íþróttaþingi sem haldið var í Reykjavík.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar