Fylgi Sjálfstæðimanna dalar í NA

Vinstrihreyfingin - grænt framboð (VG) nýtur 28% fylgis í Norðausturkjördæmi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup fyrir RÚV og Morgunblaðið. Þar á eftir koma Framsóknarflokkur með 25,6%, Samfylkingin með 21,3%, Sjálfstæðisflokkur með 20%, Borgarahreyfingin 2,8%, Frjálslyndi flokkurinn 1,7% og Lýðræðishreyfingin 0,5%.

fylgi_16_aprl.jpg

Lesa meira

Kjósendur hafa úr sjö framboðum að velja

Sjö framboð og flokkar hafa skilað inn framboðslistum og meðmælendum í Norðausturkjördæmi. Framboðsfrestur er runninn út. Framboðin eru Borgarahreyfingin, Framsóknarflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn, Lýðræðishreyfingin, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstrihreyfingin – grænt framboð.

mynd_0476961.jpg

Lesa meira

Gleðilega páska

Þrátt fyrir páskahret og kulda er vor á næstu grösum. Þetta vor ber með sér von um betri tíð og grósku, ekki aðeins í eiginlegri merkingu heldur einnig í þjóðlífinu. Austurglugginn óskar landsmönnum öllum gleðilegra páska og hvetur til bjartsýni og léttrar lundar! ,,Vertu til, er vorið kallar á þig, vertu til að leggja hönd á plóg. Komdu út, því að sólskinið vill sjá þig, sveifla haka og rækta nýjan skóg."

hnpin_pskalilja_vefur.jpg

Umhverfisráðherra væntanlegur í dag

Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra tekur fyrstu skóflustunguna að Gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Skriðuklaustri í dag um kl. 16:45. Gestastofan verður fyrsta byggingin hér á landi sem verður byggð samkvæmt vottuðum vistvænum byggingarstöðlum.Við þetta tækifæri mun umhverfisráðherra jafnframt undirrita reglugerð um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs til norðurs og verður þá Trölladyngja í heild, Askja og stór hluti Ódáðahrauns hluti af þjóðgarðinum.

skriduklaustur1vefur.jpg

Lesa meira

SKOTVÍS vill fjölga hreindýrum

Skotveiðifélag Íslands telur að fjölga megi dýrum í hreindýrastofninum um 2000 og þar með veiðileyfum um 500 hvert veiðitímabil. Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélagsins, segir að gegnum rannsóknir á vegum félagsins megi sjá að Norð-Austurland, einkum svæðið út frá Vopnafirði, geti borið um 2000 hreindýr til viðbótar því sem þar er fyrir.

hreindraveiar.jpg

Lesa meira

Með óbragð í munni

Guðjón Sveinsson skrifar:       Evra í dag, evra í gær og evra alstaðar. Þetta er söngurinn sem heyrist og þú lest í hinni blaðfáu veröld Íslendingsins. Hvur and... er þetta? Eru menn ekki komnir með óbragð í gopuna? Eru menn gersamlega viti firrtir, er um visst einelti að ræða eða  vita gagnslaust gorrop, til að gera sig gildandi í umræðunni?

evrpusambandi.jpg

Lesa meira

Ferðafagnaður laugardaginn 18. apríl

Það stefnir í góða þátttöku í Ferðafagnaði á Austurlandi og heimamönnum og gestum standa fjölþættir og forvitnilegir viðburðir til boða um allan fjórðung. Ferðafagnaður, kynningar- og hátíðisdagur íslenskrar ferðaþjónustu er næstkomandi laugardag. Austfirðingar eru hvattir til að kynna sér á vefjunum á www.ferdafagnadur.is og www.east.is hvað austfirsk ferðaþjónusta býður þeim að skoða og njóta.

lomundarfjrur_thomas_skov.jpg

Lesa meira

Björk Sigurgeirsdóttir í öðru sæti í NA

Ranghermt var í frétt um framboðslista Borgarahreyfingarinnar í Norðausturkjördæmi hver skipar annað sæti listans. Það er Björk Sigurgeirsdóttir, framkvæmdastjóri, búsett í Fellabæ. Jafnframt var nafnaruglingur á öftustu sætum. Er beðist velvirðingar og listinn birtur aftur.

borgarahreyfingin.jpg

Lesa meira

Færðin betri

Í gær var talsverð ófærð á norðanverðu Austurlandi og lentu ökumenn í nokkrum vandræðum vegna fannfergis.

Fólksbifreið og jeppi skullu saman í snjógöngum á Fjarðarheiðinni, en til allrar mildi urðu ekki slys á fólki. Þá lenti jeppabifreið út af veginum um Jökuldal, þar sem mikil hálka var. Ökumaður og farþegar sluppu ómeidd en jeppinn skemmdist verulega. Vegagerðin segir nú hálku á Fjarðarheiði, Fagradal og á Oddsskarði og eru vegfarendur hvattir til að aka með aðgát.

fagridalur4.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.