Allir landshlutar sækja fram

Rétt fyrir áramótin voru fyrstu fjárlög nýrrar ríkisstjórnar samþykkt á Alþingi. Þar má finna mörg jákvæð mál sem gefa tilefni til bjartsýni inn í nýja árið. Meðal þeirra mála má sérstaklega nefna að samþykkt var 100 milljóna króna styrking á verkefninu um sóknaráætlanir landshluta.

Lesa meira

Opið bréf til sveitarstjórnarfulltrúa og skólastjórnenda í Múlaþingi auk yfirmanna HSA

1. Inngangur
Bréf þetta er ritað f.h. Þrastar Jónssonar, sem er kjörinn sveitastjórnarfulltrúi í Múlaþingi sem og áheyrnarfulltrúi í byggðaráði Múlaþings. Bréfið er ritað í tilefni af fréttaflutningi þess efnis að „undirbúningi fyrir kórónuveirubólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára“ sé að ljúka og fyrirhugað sé að sprauta börn með þessum efnum í skólum landsins, íþróttamiðstöðvum eða öðru húsnæði á vegum sveitar- og bæjarfélaga, þar með talið sveitarfélagið Múlaþing.

Lesa meira

Hugleiðingar í lok árs

Þessi tími árs einkennist af því að daginn styttir, það kólnar í veðri og síðast en ekki síst að jólin nálgast. Á aðventunni höfum við flest vanist því að fólk komi saman annað slagið til að undirbúa m.a. þá hátíð sem fram undan er, skerum út laufabrauðið, hamflettum eða reytum rjúpurnar, tendrum jólaljós o.fl.

Lesa meira

Mennt er máttur – fyrir austan

Í aðdraganda þess að Múlaþing varð til sem sveitarfélag var lögð áhersla á mikilvægi þess að styrkja og bæta aðgengi og framboð á háskólastarfsemi í hinu nýja sveitarfélagi. Með það að markmiði var farið af stað í viðræður við University of the Highlands and Islands í Skotlandi (UHI).

Lesa meira

Ár samheldni og samstöðu

Árið 2021 er á enda og hvílíkt ár! Við hófum árið í skugga hamfara og heimfaraldurs. Austfirðingar sýndu í verki hversu dýrmætt Austfirskt samfélag er og hversu samheldin við getum verið þegar erfiðleikar steðja að. Verkefnin í fjórðungnum eru mörg og ærin og mikilvægt að gefa ekkert eftir í því að fylgja þeim eftir og sækja fram.

Lesa meira

Send til þjónustu við jólin!

Þegar ég var 16 ára og á fyrsta ári í framhaldsskóla fékk ég vinnu á póstinum í jólafríinu mínu. Líkt og hinir jólakrakkarnir átti ég að aðstoða einn af föstu bréfberunum í jólaösinni, flokka póst og bera út.

Lesa meira

Var þá kannski ekki rétt að kjósa?

Um þessar mundir eru um 16 mánuðir frá því að ný sveitarstjórn tók til starfa í sameinuðu sveitarfélagi Múlaþingi. Sveitarfélagið varð til við sameiningu Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðar, Djúpavogshrepps og Borgarfjarðar eystri. Íbúar hins nýja sveitarfélags bundu miklar vonir við hið nýja sameinaða sveitarfélag enda farið af stað með háleit markmið.

Lesa meira

Horft til framtíðar um áramót

Nú við áramót þegar enn eitt árið hefur þotið hjá, að manni finnst, er við hæfi að horfa til nýs árs með þeim verkefnum sem áætluð eru hjá sveitarfélaginu Fjarðabyggð á komandi ári.

Lesa meira

Vertu eldklár á þínu heimili!

Árlegt forvarnarátak Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur verið í gangi i desember.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar