Í dag hefst pólska listahátíðin Vor/Wiosna með kvikmyndasýningu í Herðubreið á Seyðisfirði. Viðburðum og sýningum er dreift um þrjá bæi á Austurlandi; á Egilsstaði, Eskifjörð og Seyðisfjörð og verkin eru unnin af ungum pólskum listamönnum sem búa á Íslandi, hafa búið hér eða dreymir um að koma.
Þá er það ákveðið. Háskólinn í Reykjavík mun bjóða upp á nám í Háskólagrunni haustið 2021 á Austurlandi í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Námið er sveigjanlegt undirbúningsnám fyrir háskólanám. Það er blanda af hefðbundnu og stafrænu námi. Kennsla og aðstaða verður í Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði.
Sveitarstjórn Múlaþings hefur auglýst tillögu að deiluskipulagi fyrir íbúðabyggð við Garðarsveg á Seyðisfirði Nánar tiltekið á heimavelli knattspyrnunnar í kaupstaðnum. Handhafi vallarstæðisins er Huginn íþróttafélag frá 1916 eða í 105 ár.
Ég flokkast sennilega undir það að vera fjölmiðlafíkill. Ein sú besta afþreying sem ég kemst í er að fara yfir fréttir hinna ýmsu miðla, liggja í sófanum, spóla til baka og sjá fréttir og fréttaskýringaþætti. Lesa öll blöð og rýna í það sem er að gerast einkum á okkar landi.
Mikil verðmætasköpun er á landbyggðunum. Hugmyndaauðgi og framkvæmdarhugur í íbúum landsbyggðarinnar er stigvaxandi. Á landsbyggðunum eru gæðin, þar er sjávarútvegurinn, raforkuframleiðslan og auðlindirnar okkar.
Gleðilegt var að sjá tilkynningu Vegagerðarinnar í síðustu viku sem bar yfirskriftina „Loftbrú mikil búbót fyrir landsbyggðina“. Þar sagði að fjöldi fólks hafi nýtt sér afsláttarkjör Loftbrúar frá því í september enda sé það mikil búbót fyrir landsbyggðarfólk.
Homo Sapiens, hinn viti borni maður, er með mjög virkt heilabú. Þetta heilabú er afleiðing náttúruvals í þúsundir kynslóða. Þeir forfeður okkar sem lærðu af reynslunni og nýttu hana til að forðast hættur voru líklegri til að lifa af. Við höfum því mjög sterka innbyggða tilhneigingu til að pæla í fortíðinni og hafa áhyggjur af framtíðinni.
Höfundur: Einar Brynjólfsson og Rúnar Gunnarsson • Skrifað: .
Eins og alþjóð veit líklega núna þá féllu stærstu skriður sem fallið hafa í byggð á Íslandi á Seyðisfirði síðastliðinn desember. Síðan þá hafa íbúar, verktakar og sveitarfélagið lyft grettistaki í hreinsun og uppbyggingu varna og satt best að segja er ótrúlegt hversu miklu hefur verið áorkað á eins stuttum tíma og raun ber vitni.
Stutta svarið er við þessari spurningu er: Já, mjög líklega. Í það minnsta ef eitthvað er að marka einhverja lengstu rannsókn sem framkvæmd hefur verið á þróun heilsu og hamingju fólks.