Hagfræðin með augum asna

Ragnar Þór Ingólfsson skrifar um lífeyrissjóði:     Nú er mikið í umræðunni að erlendar eignir sjóðanna séu traustar og vel tryggar í hinum ýmsu fjárfestingasjóðum hingað og þangað um heiminn. Þá hafa  þeir sem fjárfesta ævisparnaði fólks helst einir á orði, þessa meintu gæfu og verðmæta sem þær eignir bera. Þegar innleysa á sparnaðinn tala þeir hins vegar um hversu erfiðlega gangi að losa þessar eignir vegna “markaðsaðstæðna” því lítið fáist fyrir þessar ,,mjög svo verðmætu” eignir við núverandi ástand því seljanleiki á mörkuðum sé lítill sem enginn.

Lesa meira

Gott í gogginn: Nú er það svartfugl

Að vanda kemur Austurglugginn þeim til hjálpar sem hafa ekki hugmynd um hvað þeir ætla að hafa í matinn um helgina og birtir bestu eldhúsleyndarmál matgæðinga blaðsins á vefnum. Uppskriftir að þessu sinni koma frá Birnu Dagbjörtu Þorláksdóttur. Hún var alin upp í Grímsey þar sem svartfugl var og er oft á borðum og býður okkur upp á hátíðarútgáfu af fuglinum.

eldhs2.jpg

 

Lesa meira

Námskeið í þágu almannaheilla

Rauði krossinn efnir til námskeiðs í fjöldahjálp á laugardag. Er það ætlað fólki sem áhuga hefur á að taka þátt í verkefnum Rauða kross Íslands í skipulagi almannavarna. Námskeiðið verður haldið í húsnæði Rauða krossins að Miðási 1-5 á Egilsstöðum 21. mars kl. 08 til 16 og er þátttakendum að kostnaðarlausu.

logo_redcross0206.jpg

Lesa meira

Prófkjör Sjálfstæðismanna í NA á morgun

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í NA-kjördæmi hefst í fyrramálið klukkan 09. Talið verður á sunnudag og verða tölur væntanlega birtar að áliðnu kvöldi þess dags. Tíu eru í framboði og gefur Kristján Þór Júlíusson einn kost á sér í fyrsta sæti. Þrjú sækjast eftir öðru sætinu; Arnbjörg Sveinsdóttir, Soffía Lárusdóttir og Tryggvi Þór Herbertsson.

491390b.jpg

Lesa meira

Flokkun slóða innan þjóðgarðs

Samráðsfundur um flokkun slóða innan marka Vatnajökulsþjóðgarðs á Snæfellsöræfum, verður haldinn í Gistihúsinu Egilsstöðum 13. mars kl. 13:00. Fundurinn er öllum opinn.

vatnth140.jpg

Nýr Austurgluggi fæst á betri blaðsölustöðum!

Meðal efnis í nýjum Austurglugga eru viðtöl við Norðfirðingana Hákon Guðröðarson og Katrínu Halldóru Sigurðardóttur, sem bæði eru ung og til alls vís í austfirsku athafna- og menningarlífi. Nýjar áherslur Markaðsstofu Austurlands fyrir ferðaþjónustuna eru kynntar, fjallað er um afrek fjallagarps sem kleif Aconcagua nýlega og Halldóra Tómasdóttir, staðarhaldari að Skriðuklaustri ritar samfélagsspegil. Fréttir og matgæðingur eru að sjálfsögðu á sínum stað. Skemmtilegur og litríkur Austurgluggi líkt og í hverri viku.

pe0064590.jpg

Stór helgi

Úrslitaviðureign Útsvars, bikarkeppnin í blaki, Gettu betur og Idol-Stjörnuleit eru meðal helstu viðburða sem Austfirðingum standa til boða um helgina.

 

Lesa meira

Þjóðleiksverk frumsýnd á Austurlandi

Austfirskir skólar frumsýna nú hver á fætur öðrum leikrit undir merkjum Þjóðleiks. Leikhópurinn Lopi á Höfn og Leikfélagið Djúpið í Verkmenntaskóla Austurlands hafa þegar frumsýnt sín verk. Annað kvöld frumsýna grunnskólar Eskifjarðar og Borgarfjarðar eystra og Seyðfirðingar á laugardag. Þrettán hópar alls munu sýna frumsamin verk þriggja höfunda; þeirra Bjarna Jónssonar (Ísvélin), Sigtryggs Magnasonar (Eftir lífið) og Þórdísar E. Þorvaldsdóttur Bachmann (Dúkkulísa). Hóparnir sýna svo verkin á mikilli leiklistarhátíð á Egilsstöðum í áliðnum apríl.

_j_leikur_2.jpg

Lesa meira

Atkvæðatölur VG - NA birtar

Kjörstjórn VG hefur tekið ákvörðun um að birta atkvæðatölur 8 efstu í 
forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Norðausturkjördæmi  og segir í tilkynningu frá kjörstjórninni að glögglega megi sjá af tölunum að kosningin var nokkuð afgerandi í amk 3 efstu sætin. Sjá nánar á www.vg.is

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.