Þjóðleikur, stærsta leiklistarhátíð sem haldin hefur verið á Íslandi, opnar á morgun á Egilsstöðum. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson hefur boðað komu sína og hyggst sækja leiksýningar morgundagsins. Katrín Jakobsdóttir, ráðherra menntamála, verður jafnframt viðstödd hina formlega opnun á morgun og sækir sýningar.
Eitt hundrað milljónum króna hefur verið úthlutað til fjörtíu ferðaþjónustuverkefna um allt land samkvæmt vef iðnaðarráðuneytisins. Alls bárust 210 umsóknir um styrkina. Styrkir til menningar- og heilsuferðaþjónustu eru áberandi en einnig til náttúruskoðunar ýmiss konar. Styrkirnir eru fjármagnaðir af byggðaáætlun og er ætlað að renna frekari stoðum undir uppbyggingu atvinnugreinarinnar á landsbyggðinni.
Þorkell Ásgeir Jóhannsson skrifar:Það tók okkur aldir að verða sjálfstæð á nýjan leik. Síðan tók við áratuga löng barátta til að öðlast yfirráð yfir auðlindunum umhverfis landið, barátta sem kostaði bein átök við viss herveldi í Evrópu, en þau nutu þar beinlínis fulltingis Evrópubandalagsins, sem nú er Evrópusambandið.
Rúmlega 109 kíló af fíkniefnum voru haldlögð af lögreglu í stóra smyglmálinu. Um er að ræða marijúana, hass, amfetamín og nokkur þúsund e-töflur. Fimm Íslendingar og einn Hollendingur hafa verið handteknir í tengslum við málið. Þetta er eitt alstærsta fíkniefnamál sem komið hefur upp á Íslandi. Reiknað er með að varðskipið Týr komi með smyglskútuna í höfn á Eskifirði í fyrramálið.
34. Öldungamót Blaksambands Íslands verður haldið áFljótsdalshéraði og Seyðisfirði dagana 30. apríl – 2. maí 2009.Mótið hefur einungis verið haldið tvívegis á Austurlandi og þá í bæði skiptin á Neskaupstað árið 1999 og 2003. 108 lið mæta til leiks og eykst íbúafjöldi svæðisins um allt að þúsund manns þessa helgi.
Helgi Sigurðsson, formaður íþróttafélagsins Hattar, var í gær kjörinn í
stjórn Íþrótta- og ólympíusambands Íslands á Íþróttaþingi sem haldið
var í Reykjavík.