Nýr og skemmtilegur Austurgluggi!

Nýr Austurgluggi kom út í dag.

Meðal efnis í blaðinu er umfjöllun um hversu raunverulegir möguleikar Vopnfirðinga og Langnesinga til uppbyggingar í tengslum við olíuleit á Drekasvæðinu eru, fjallað er um mótmælafundinn á Egilsstöðum síðastliðinn laugardag, veiðikvóta hreindýra í ár og þorrablótsvertíðina á Austurlandi. Magnús Már Þorvaldsson skrifar samfélagsspegil blaðsins að þessu sinni og matgæðingurinn er á sínum stað með lystilegar uppskriftir.

Austurglugginn fæst á öllum betri blaðsölustöðum á Austurlandi. Áskriftarsími er 477-1571. ax005-538.jpg

Fjallað um Vatnajökulsþjóðgarð á föstudag

Ráðstefna um Vatnajökulsþjóðgarð verður haldin á Hótel Héraði Egilsstöðum föstudaginn 23. janúar n.k. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra flytur opnunarávarp og í kjölfarið stíga fjölmargir framsögumenn á stokk. Fjalla á um þjóðgarðinn og tækifæri sem hann skapar í ferðaþjónustunni.

vatnajmerki.jpg 

Lesa meira

Áhugavert tækifæri fyrir fólk til sveita

Vaxtarsprotar á Austurlandi er áhugavert verkefni á vegum Impru og markmið þess að hjálpa fólki til sveita til að skapa sér nýja eða aukna atvinnu í heimabyggð.

 Á námskeiðum fram til vors verður fólki á Austurlandi hjálpað að þróa hugmyndir að tekjuskapandi verkefnum og er kennsla og ráðgjöf því að kostnaðarlausu.

vaxtarsproti1vefur.jpg

Lesa meira

ME í sjónvarpið

Mennaskólinn á Egilsstöðum tryggði sér í kvöld sæti í fjórðungsúrslitum spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. Liðið lagði lið Menntaskólans á Ísafirði í gríðarlega spennandi keppni, 16-14. Menntskælingar gátu ekki dulið hamingju sína eftir keppnina.

Lesa meira

Er betra að veifa röngu tré en öngvu?

Er betra að veifa röngu tré en öngvu?

Dr. Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor ritar sitt lokasvar til Smára Geirssonar og Þorvaldar Jóhannssonar varðandi aðdraganda efnahagshrunsins á Íslandi.
---
Sjá áður birtar greinar: Frá velsæld til vesældar, Miklir glæpamenn erum vér, Fullar hendur smjörs? og Smjörklípumeistara svarað.

Lesa meira

Þurfa sveitarstjórnarkappar Austurlands að hlusta?

Íris Randversdóttir grunnskólakennari skrifar:

 

Hroki eða hleypidómar?

 

Í hundslappadrífu sunnudagsins settist ég við tölvuna mína og kíkti sem oftar á vef Austurgluggans.  Rak ég fljótlega augun í grein með yfirskriftinni Smjörklípumeistara svarað og þótti afar athyglisverð fyrir ýmissa hluta sakir.  Hana skrifa valinkunnir og margkjörnir sveitarstjórnarmenn í fjórðungnum, þeir Smári Geirsson og Þorvaldur Jóhannsson.

Lesa meira

Leiðindaveður og hálka

Vegagerðin varar við því að flughálka sé nú á Sandvíkurheiði, Hárekstaðaleið og víðar. Ófært er um Fjarðarheiði vegna óveðurs, þæfingsfærð um Oddsskarð, Vopnafjarðarheiði, á Möðrudalsöræfum og krapasnjór er á Fagradal. Mikil hálka er á flestum leiðum.

Grunnskólinn á Egilsstöðum og Eiðum hefur aflýst skóla hjá 1.-5. bekk.

veur_net.jpg

Lesa meira

Veiða má rúm þrettán hundruð dýr á næsta hreindýraveiðitímabili

Heimilt verður að veiða þrettán hundruð þrjátíu og þrjú hreindýr á tímabilinu 1. ágúst til 15. september 2009, samkvæmt auglýsingu Umhverfisstofnunar. Að auki verður heimilt að veiða hreindýrskálfa sem fylgt hafa felldum kúm, en þá skal fella sé þess kostur. Langflest dýrin, eða sex hundrað og sjötíu, verður heimilt að veiða á Norður-Héraði.

hreindr_soffa_halldrs.jpg

Lesa meira

Vinsamlega athugið að netföngum hefur verið breytt

Netföngum Austurgluggans hefur verið breytt á eftirfarandi máta:

Auglýsingar og áskrift: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Fréttir/ritstjórn: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Önnur netföng fyrir vikublaðið Austurgluggann eru ekki í gildi lengur.

Með kveðju frá ritstjóra.

atmerki.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar