Fínu skoteldaveðri spáð um áramót

Útlit er fyrir að ágætt veður verði til að kveðja gamla árið með brennum og flugeldaskotum og fagna nýju. Besta veðrinu er spáð á Austurlandi. Veðurstofa Íslands spáir því að um miðjan dag á gamlársdag verði hæg austanátt með éljagangi sunnanlands, nokkuð samfelldri slyddu eða snjókomu. Á miðnætti er reiknað með stöku éljum með austanáttinni. Spáð er úrkomulausu norðaustanlands.

11_07_68---fireworks_web.jpg

Lesa meira

Eldisþorski í Berufirði slátrað milli jóla og nýárs

Fyrirhugað er að slátra á næstunni um 50 tonnum af eldisþorski hjá fiskeldi HB Granda í Berufirði. Byrjað verður að slátra þorski á milli jóla og nýárs og lokið verður við slátrunina eftir áramótin. Þorskurinn verður unninn hjá fiskiðjuveri félagsins á Akranesi í fersk flakastykki og send með flugi á markað erlendis.

Lesa meira

Hugleiðing við áramót

Sigurður Ragnarsson skrifar:

Fyrirgefðu, þetta voru bara viðskipti...  Ég var alinn upp við það að sýna skuli heiðarleika í öllum samskiptum og að orð skulu standa. Eitt sinn þegar ég var búinn að tapa verulegum fjármunum á samstarfi við samstarfsaðila sagði hann við mig: ,,Sorrý, þetta voru bara viðskipti, ert þú ekki vinur minn?“

Lesa meira

Ásta Þorleifsdóttir ráðin framkvæmdastjóri

Stjórn Markaðsstofu Austurlands hefur ráðið Ástu Þorleifsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra. Hún mun koma til starfa í janúar og taka við af Kötlu Steinsson sem verið hefur framkvæmdastjóri Markaðsstofu Austurlands frá árinu 2004.

04_09_3---aircraft_web.jpg

 

Lesa meira

Glæsilegt jólablað Austurgluggans komið út

Jólablað Austurgluggans 2008 fæst nú á öllum betri blaðsölustöðum á Austurlandi. Meðal annars má á síðum blaðsins finna ávörp þingmanna Norðausturkjördæmis til Austfirðinga, forvitnileg viðtöl við ýmsa íbúa fjórðungsins, ómótstæðilegar jólauppskriftir og fjölbreytta pistla og greinar. Þá er verðlaunakrossagáta í blaðinu og lesendur hvattir til að senda lausnir inn, þar sem góð verðlaun eru í boði. Gott lesefni fyrir og um jólin!

jlabla_forsa.jpg

Íslensku útrásinni skotið upp um áramótin

Árleg flugeldasala björgunarsveitanna hefst á morgun. Flugeldasalan er helsta fjáröflunarleið björgunarsveitanna en kostnaður við rekstur björgunarsveitar er mikill þrátt fyrir að allt starf sé unnið í sjálfboðavinnu, segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Útköllum hafi fjölgað mikið og telji nú um 1500 á ári.

3.jpg

Lesa meira

Aldrei fleiri í prófum hjá ÞNA en nú

Síðustu prófum háskólanema á svæði Þekkingarnets Austurlands lauk fyrir helgina. Alls voru skráð þrjú hundruð og sjötíu próf og hafa þau aldrei verið fleiri. Fjölgunin frá síðustu haustönn er um eitthundrað próf próf. Próftakar voru hundrað og sjötíu og dreifðust á sjö staði í fjórðungnum. 

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.