Seyðfirðingar vilja stytta skólaárið

sfk_skoli.jpgFræðslunefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar vill að skoðaðir verði möguleikar á að stytta skólaárið um viku í hvorn enda til að spara í rekstri grunnskólans. Einnig er lagt til að skoðaðir verði möguleikar í hagræðingu skólamötuneytisins.

 

Lesa meira

Stuðningur við Álftanes bitnar á Breiðdalshreppi

pall_baldursson.jpgAukinn stuðningur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga við hið skuldsetta sveitarfélag Álftanes bitnar á mörgum öðrum smærri sveitarfélögum. Breiðdalshreppur er í þeim hópi. Sveitarstjórinn segir galið að velta vandanum yfir á önnur sveitarfélög.

 

Lesa meira

Fyrrverandi sölustjóri BM Vallár dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt

bm_valla.jpgFyrrverandi sölustjóri BM Vallár á Reyðarfirði var í vikunni dæmdur í tveggja mánaða fangelsi og til að greiða fyrirtækinu 8,2 milljónir króna, með dráttarvöxtum, í skaðabætur fyrir að hafa dregið sé fé frá fyrirtækinu. Hluta fjárins notaði hann til að kaupa sér hús. Sölustjórinn bar því við að á hann hefði verið lagðar auknar starfsskyldur og ekki komið á móts við ítrekaðar óskir hans um endurskoðun launa eftir það.

 

Lesa meira

Mótmæla niðurskurði hjá HSA: Stofnunin vart rekstrarhæf

hsalogo.gifBæjarráð Fljótsdalshéraðs segir áhyggjuefni ef ekki er hægt að veita grunnþjónustu vestræns velferðarkerfis nema á afmörkuðum svæðum í nágrenni stærstu þéttbýliskjarnanna. Boðaður er niðurskurður á framlögum til Heilbrigðisstofnunar Austurlands á fjárlögum 2012.

 

Lesa meira

Leyft að framkvæma við steinbogann í Jökulsá á Dal: Forseti bæjarstjórnar einn á móti

veidimenn_jokulsa.jpgBæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir lagningu fiskvegar framhjá steinboganum í Jökulsá á Dal. Svæðið er á náttúruminjaskrá. Forseti bæjarstjórnar greiddi einn atkvæði gegn leyfinu. Hann vill frekari rannsóknir á að fiskvegurinn skili tilætluðum árangri til að réttlætanlegt sé að framkvæma við náttúruundrið.

 

Lesa meira

Vilja framhaldsskóladeild á Vopnafirði

vopnafjordur.jpgHugmyndir eru uppi um að stofna framhaldsskóladeild á Vopnafirði. Hreppsnefnd sveitarfélagsins vinnur að því að koma á fót nefnd til að kanna möguleikana á að stofna deildina.

 

Lesa meira

Dæmdur fyrir heimabrugg, vörslu stera og marijúana: Sýknaður af sölu fíkniefna

heradsdomur_austurlands_log_1532625740.gif Karlmaður á fertugsaldri var í gær dæmdur í héraðsdómi Austurlands fyrir vörslu fíkniefna, stera og vera með 25 lítra af heimabrugguðum bjór og sérhæfð bruggtæki. Dómnum þótti ekki sannað að maðurinn hefði selt fíkniefni. Ekkert mark var tekið á hlerunum á síma mannsins og ákæruvaldið var átalið fyrir að sanna ekki að rætt hefði verið um fíkniefnaviðskipti.

 

Lesa meira

Skiptum lokið á búi Festarhalds

frystihs__breidalsvk.jpgSkiptum er lokið á búi Festarhalds ehf. sem í skamman tíma reyndi fyrir sér í matvælaframleiðslu á Breiðdalsvík. Allar forgangskröfur í búið voru greiddar og fimmtungur almennra krafna.

 

Lesa meira

Tveir bátar strand við Austfirði á einum sólarhring

stodvarfjordur2.jpgFiskibátur með fjórum um borð strandaði í Stöðvarfirði upp úr miðnætti í nótt. Ekki tókst að ná honum á flot í nótt en það verður reynt í dag. Annar bátur strandaði í Fáskrúðfirði seinni partinn í gær.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar