Menntamálaráðuneytið vinnur nú að áætlunum sameiningu eða samvinnu framhaldsskóla á landsbyggðinni. Þingmaður Norðausturkjördæmis segir heimamenn hafa miklar áhyggjur af stöðu framhaldsskólanna.
Breski flúorsérfræðingurinn Alan Davison telur að íbúum á Reyðarfirði stafi engin hætta af flúormengun frá álverinu í Reyðarfirði. Þá hafi til þessa skort frekar upplýsingar til að geta túlkað tölur og sett í samhengi.
Senn sér fyrir endann á framkvæmdum við snjóflóðavarnir í Tröllagili ofan við Neskaupstað. Framkvæmdir við þessi tröllvöxnu mannvirki hafa þá staðið um tæplega þriggja ára skeið eða frá því á fyrri hluta ársins 2012.
Nú um helgina munu sjálfboðaliðar björgunarsveita vera á ferðinni og selja Neyðarkall björgunarsveita. Er þetta níunda árið sem farið er í slíka fjáröflun og er óhætt að segja að almenningur hafi tekið björgunarsveitafólki afar vel og er þessi sala farin að skipta björgunarsveitir verulegu máli í fjármögnun starfsins.
Nú er hægt að nálgast rafræna leiðsögn í Breiðdal og Breiðdalsvík í appi frá Pocket Guide. Verkefnið um rafræna leiðsögn í Breiðdal varð til á íbúaþingi fyrir tæplega ári síðan.
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur samþykkt að ráðast í heildarúttekt á skólastarfi í grunn- og tónlistarskólum sveitarfélagsins. Fulltrúar minnihlutans gagnrýndu að tillagan kæmi fram þegar fræðslunefnd hefði lokið vinnu við fjárhagsáætlun.
Það komst í fréttirnar á dögunum að útvarpsmennirnir vinsælu Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson snúa aftur í útvarp 21. nóvember næstkomandi með þátt sinn Simmi og Jói. Að þessu sinni verður þátturinn á útvarpsstöðinni K100 sem nú þegar er farin að hljóma á Egilsstöðum á tíðninni fm100,5.
Nú stendur yfir sóknaráætlunarverkefnið „Fjölgun námstækifæra í skapandi greinum á Austurlandi" en verkefnið er unnið af Austurbrú í samstarfi við framhaldsskólana á Austurlandi.
Rólegt var hjá austfirsku lögreglumönnum í síðustu viku og helstu verkefni fólust í venjubundnu eftirliti. Í Eskifjarðarumdæmi er ljóst að rannsókn á máli lögreglumanns sem talinn er hafa brotið af sér í starfi tekur töluverðan tíma.
Gert er ráð fyrir að heildarafgangur af rekstri Fjarðabyggðar á næsta ári verði yfir 300 milljónir en A-hluti sveitarfélagsins verður við núllið. Minnihluti bæjarstjórnar segir ýmsar forsendur hennar óljósar.
Eins og kom fram á vef Fjarðabyggðar fyrir skemmstu hefur stækkun Norðfjarðarhafnar gengið vel. Framkvæmdin er á áætlun og verður lokið við þriðja og stærsta verkhlutann í desember næstkomandi.