Fyrrum fulltrúi sveitarstjórnarmála hjá Austurbrú telur að ekki sé nóg gert til að aðgreina starf Sambands sveitarfélaga á Austurlandi og Austurbrúar í nýju skipuriti stofnunarinnar. Ánægja virðist með tillögur um breytt skipulag stofnunarinnar sem samþykktar voru mótatkvæðalaust á framhaldsaðalfundi í síðustu viku.
Eitt og hálft stöðugildi í yfirstjórn Heilbrigðisstofnunar Austurlands verður lagt niður í skipulagsbreytingum sem nú standa yfir. Eitt stoðsvið stofnunarinnar verður lagt niður og talsverðar hrókeringar eru meðal svæðisstjóra. Tveir yfirmenn eru þegar hættir þótt breytingarnar taki ekki að fullu gildi fyrr en um áramót.
Í tilefni af bleikum október ætla stelpurnar á hárgreiðslustofunni Hár.is í Fellabæ styðja við átakið með því að láta 100 kr. af hverri klippingu renna til Krabbameinsfélags Austurlands í október.
Það voru heldur betur sviptingar á Borgarfirði Eystri um helgina þegar Samkaup seldi verslun sína þar á föstudaginn. Það voru hjónin Arngrímur Viðar Ásgeirsson og Þórey Sigurðardóttir sem keyptu búðina, en Borgfirðingar þekkja hjónakornin vel þar sem þau hafa rekið gistiheimilið Álfheimar á svæðinu síðan 2008.
Vinna er hafin við gerð sameiginlegrar viðbragðsáætlunar fyrir allt Austurland vegna afleiðinga öskugoss í Bárðarbungu eða gasmengunar frá eldgosinu í Holuhrauni. Deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir betra að vera undirbúinn fyrir það versta. Góður grunnur sé til staðar fyrir vinnuna í fjórðungnum.
Samráð við íbúa er lykilþáttur í gerð viðbragðsáætlana vegna eldgosa. Sú vinna tók átta ár. Íbúar hefðu viljað rýma víðar í Eyjafjallajökulsgosinu 2010.
Á vef Ferðamálastofu kemur fram að út er komin skýrsla um verkefnið Íslenskir þjóðstígar. Viðfangsefni þessa verkefnisins er að móta stefnu fyrir íslenskt þjóðstígakerfi en innan þess verða vinsælustu gönguleiðir landsins.
Flutningaskipið Green Freezer er á förum frá Fáskrúðsfirði á morgun. Norskur dráttarbátur sem draga mun það til Póllands kom til Fáskrúðsfjarðar í dag.
Samkvæmt tilkynningu frá almannavörnum hafa háir mengunartoppar mælst nú um hádegið eða um 1400 - 1700 µg/m3 á Breiðdalsvík og nágrenni. Einnig má búast við mengun frá eldgosinu í Holuhrauni á Djúpavogi og Fáskrúðsfirði og víðar á Austurlandi í dag.
Framkvæmdastjóri Gullbergs á Seyðisfirði segir það ekki auðvelda aðstöðu að tilkynna um að félagið hafi verið selt til Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Hann merkir kvíða meðal starfsmanna en hluthafar hafi lagt á það áherslu að staðið yrði vörður um starfsemi á staðnum þótt félagið yrði selt. Hann telur að félaginu sé vel borgið í höndum nýrra eigenda.