Forsvarsmenn austfirskra sveitastjórna virðast margir hverjir uggandi yfir því að aðeins séu mælar á tveimur stöðum til að mæla mengun frá eldgosinu í Holuhrauni. Víða er þrýst á að fjölgað verði mælum.
Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, býður íbúum Austurlands að hitta sig á opnum fundum og ræða hvernig hægt sé að bæta menntun barna á Íslandi á miðvikudaginn 17. september.
Almannavarnir sendu farsímanotendum í Fjarðabyggð smáskilaboð með viðvörun vegna brennisteinsmengunar um klukkustund eftir að alltof há gildi mældust á svæðinu. Ekki tókst að senda skilaboðin í alla síma á svæðinu.
Starfsmenn vantar í þvottahús sjúkrahússins á Seyðisfirði auk þess þvottavélarnar þar eru að verða úr sér gengnar. Því er farið með þvottinn í Egilsstaði og hann þveginn þar. Svæðisstjóri hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands segir þetta ekki gert í sparnaðarskyni.
Útgerð fragtskipsins sem er strandað í Fáskrúðsfirði vinnur nú að björgunaráætlun þess. Á meðan bíða björgunaraðilar átekta, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörgu. Ekki er búist við að reynt verði að toga það af strandstað í kvöld.
Athyglisverður viðburður verður á Seyðisfirði í dag kl 17: 30 þegar Seyðisfjarðarskóli stendur í fyrsta skipti fyrir skólaþingi. Allir foreldrar og forráðamenn eru boðaðir á þingið. Jafnframt eru nemendur frá 6. bekk og upp úr kallaðir til. Þessir aðilar munu, ásamt starfsfólki, skólans setjast í umræðuhópa og kryfja mikilvægar spurningar um skólastarfið.
Brennisteinstvíildi (SO2) mældist 3946 μg/m3 í andrúmslofti á loftmæli við Kollaleiru í Reyðarfirði klukkan 22:20 í kvöld. Þetta er langhæsta gildi sem mælst hefur á Íslandi. Mengunin stafar frá eldgosinu í Holuhrauni.
Matvælastofnun beinir því til dýraeigenda að verja skepnur sínar fyrir loftmengun frá eldgosinu í Holuhrauni. Mengunin hefur svipuð áhrif á dýr og menn.
Flutningaskipið Green Freezer strandaði um klukkan átta í kvöld á skeri fyrir miðjum Fáskrúðsfirði sunnanverðum. Austfirskar björgunarsveitir eru komnar á staðinn en ekki er talin bráðahætta á ferðum.
Farskiptafyrirtækið Nova hefur beðið viðskiptavini í Fjarðabyggð afsökunar á því að kerfi fyrirtækisins klikkaði í gær þannig að sumir viðskiptavinir þess fengu ekki viðvörun frá almannavörnum sem senda var í smáskilaboðum.
Til stendur að flytja Akrafell, flutningaskip Samskipa sem strandaði við Vattarnes fyrir viku, úr Eskifjarðarhöfn til Mjóeyrarhafnar í dag. Þar stendur til að afferma skipið.
Viðbragðsaðilar vinna að viðbrögðum vegna brennisteinsmengunar frá eldgosinu í Holuhrauni sem vart hefur orðið á Austfjörðum. Umhverfisstofnun skoðar hvort hægt sé að koma upp fleiri mælum á svæðinu og Veðurstofan vinnur veðurspár um hvert mengunin stefnir hverju sinni.