Sterna: Aðgerðir SSA voru stjórnvaldshneyksli

sterna ruta webFramkvæmdastjóri hópferðafyrirtækisins Sternu segir fyrirtækið vera að undirbúa að krefjast skaðabótar af hálfu Sambands sveitarfélaga á Austurlandi en sambandið fékk lögbann á akstur fyrirtækisins á milli Hafnar og Egilsstaða sumarið 2012. Lögbanninu var endanlega hnekkt með dómi Hæstaréttar fyrir helgi.

Lesa meira

Ásmundur Einar: Held það verði djöfull gott að vera bóndi á Íslandi

asmundur einar dadasonMikil sóknarfæri eru í framleiðslu á mjólk og dilkakjöti á Íslandi að mati Ásmundar Einars Daðasonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Útlit sé fyrir vaxandi eftirspurn eftir matvælum í heiminum og hækkandi verð. Því skipti máli að bændur hugsi fram í tímann.

Lesa meira

Hæstiréttur hafnaði lögbanni SSA á ferðir Sternu

sterna ruta webHæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms Austurlands frá því í vor sem hafnaði staðfestingu á lögbanni sýslumannsins á Höfn á akstur Sternu á milli Hafnar og Egilsstaða. Samband sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) höfðaði málið þar sem það taldi brotið á einkaleyfi félagsins til að skipuleggja almenningssamgöngur á svæðinu.

Lesa meira

MAST flokkar Nor98 ekki sem riðu: Skoða á lög um dýrasjúkdóma

lombMatvælastofnun leggur ekki til niðurskurð á sauðfjárbúinu Krossi í Berufirði þar sem stofnunin flokkar riðuafbrigðið Nor98 ekki sem riðu. Héraðsdýralæknir telur þörf á að endurskoða reglur um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.

Lesa meira

Björt framtíð boðar bjartari morgna en Seyðfirðingar vilja bjartari kvöld

huginn 100ara 0010 webForseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði segir nýframkomna tillögu þingflokks Bjartrar framtíðar um að seinka klukkunni á Íslandi vera í þveröfuga átt við vilja Seyðfirðinga. Íbúar þar hafa um hríð barist fyrir því að klukkunni verði flýtt á sumrin þannig sólar njóti lengur við innan fjallahringsins seinni partinn.

Lesa meira

Formaður hagræðingarhóps kannast ekki við seinkun á ráðningum búfjáreftirlitsmanna

lombEkki hefur enn verið hægt að staðfesta ráðningar nýrra búfjáreftirlitsmanna á vegum Matvælastofnunar (MAST) þótt búið sé að tilkynna um ráðningar í störfin. Ástæðan eru óskir hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar um að kostnaður við ný dýraverndunarlög verði endurskoðaður. Formaður hópsins kannaðist ekki við málið þegar hann var spurður út í það á opnum fundi á Egilsstöðum á mánudagskvöld.

Lesa meira

Norðfjarðargöng: Gangur kominn í gröftinn

nordfjardargong 29110213 3Gröftur nýrra Norðfjarðarganga gengur nú hraðar þar sem verktakar eru komnir út úr veika rauða laginu sem hægði á vinnunni. Í gær var alls búið að grafa 93 metra. Útlit er fyrir að það náist að sprengja tvær fimm metra sprengingar á dag.

Lesa meira

Samið um framtíð Hótel Sögu: Bankinn fær Hótel Ísland

sigurgeir sindri asmundur einar baendafundur webSamkomulag við Arion-banka um skuldir Hótels Sögu eru í höfn. Formaður Bændasamtaka Íslands segir að fulltrúar á Búnaðarþingi verði í framhaldinu að taka ákvörðun hvernig þeir vilji sjá framtíðaraðkomu samtakanna að rekstri hótelsins.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.