Vegagerðin ætlar að fækka mokstursdögum á Möðrudalsöræfum vegna mikils fannfergis þar. Illa gengur að halda veginum opnum þar sem snjógöng hafa hlaðist upp. Til greina kemur að loka Oddsskarði og Fjarðarheiði á afmörkuðum tímum í öryggisskyni.
Gróðrarstöðin Barri samdi nýverið við Skógræktarfélag Íslands um afhendingu á ríflega 350 þúsund plöntum til verkefnisins Landgræðsluskóga. Framkvæmdastjóri Barra segir samninginn styrkja rekstrargrundvöll fyrirtækisins.
Vegurinn yfir Oddsskarð var opnaður fyrir almennri umferð um klukkan níu í morgun. Fært er fyrir fjórhjóladrifna bíla yfir Fjarðarheiði. Á báðum stöðum er unnið í að opna enn betur.
Vonir standa til að hægt verði að opna Fjarðarheiði í kvöld en snjómokstursmenn hafa verið þar að störfum í fimmtán klukkustundir. Snjóruðningstæki komust yfir Oddsskarð á sjöunda tímanum en vegurinn lokaðist strax aftur. Þar hefur mokstri verið hætt.
Sérfræðingar KPMG segja frágang virðisaukaskatts vera það sem helst vefst fyrir þeim sem reka fyrirtæki að gera rétt í skattskilum. Löggjöf í ferðaþjónustu virðist sérlega vanþróuð sem veldur því að ríkið verður af skatttekjum og iðngreinin af opinberum stuðningi.
Tólf austfirsk fyrirtæki komust á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi. Viðurkenningin byggir á styrk- og stöðugleikamati Creditinfo.
Síldarvinnslan hefur staðfest kaup á norska uppsjávarveiðiskipinu Melene S sem hljóta mun nafnið Börkur. Skipið kom til hafnar í Neskaupstað klukkan tíu mínútur yfir ellefu í morgun en formleg skipti á skipunum fara fram á morgun.
Héraðsdómur Austurlands dæmdi nýverið ríflega tvítugan karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að kýla konu með krepptum hnefa í andlitið. Þeim hafði áður sinnast þar sem stúlkan hafði baktalað hann.
Vegurinn fyrir Oddsskarð var opnaður í morgun fyrri almennri umferð á ný en hann hafði verið lokaður frá því aðfaranótt föstudags. Um 100 millimetra úrkoma mældist á svæðinu yfir helgina.
Ekki tókst að opna veginn yfir Oddsskarð í dag eins og vonir stóðu til en tekist hefur að halda Fjarðarheiði jeppafærri. Ganga varð á undan björgunarsveitarbílum sem brutust yfir skarðið með heilbrigðisstarfsmenn.
Snjómokstursmenn hafa verið á ferðinni í rúma níu tíma við að ryðja leiðina á milli Norðfjarðar og Eskifjarðar. Vegfarendur segja ótrúlegt um að lítast í vetrarríkinu þar sem allt sé á kafi í snjó.